Eiguleg afmælisplata Trausti Júlíusson skrifar 4. október 2012 00:01 Ég sé Akureyri Akureyrarbær fagnar 150 ára afmæli á árinu 2012 eins og alkunna er. Af því tilefni samdi Bjarni Hafþór Helgason afmælislag um bæinn, Ég sé Akureyri. Bjarni Hafþór lét ekki þar við sitja heldur fékk til liðs við sig söngvarana Óskar Pétursson og Jóhann Vilhjálmsson og útsetjarann Gunnar Þórðarson til þess að taka upp efni fyrir afmælisplötu. Það gekk eftir og platan Ég sé Akureyri kom út í sumar, gefin út af þeim félögum með stuðningi nokkurra fyrirtækja sem starfa fyrir norðan. Það eru tíu lög á Ég sé Akureyri. Sex þeirra eru sígild dægurlög sem tengjast bænum. Tvö eru ný eftir Gunnar Þórðarson við ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og tvö eru eftir Bjarna Hafþór, fyrrnefnt titillag og lagið Emma, sem er ástaróður til stúlku sem heitir Emma og um leið óður til MA, Menntaskólans á Akureyri. Þetta er ágætis plata. Þarna eru nokkrar vel valdar dægurlagaperlur (Dalakofinn, Litla sæta ljúfa góða, Vor í Vaglaskógi, Svefnljóð…) í breyttum útsetningum og nýju lögin eru vel heppnuð. Þetta er líka allt saman mjög fagmannlega unnið. Á heildina litið er Ég sé Akureyri vel heppnuð og eiguleg afmælisplata. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Akureyrarbær fagnar 150 ára afmæli á árinu 2012 eins og alkunna er. Af því tilefni samdi Bjarni Hafþór Helgason afmælislag um bæinn, Ég sé Akureyri. Bjarni Hafþór lét ekki þar við sitja heldur fékk til liðs við sig söngvarana Óskar Pétursson og Jóhann Vilhjálmsson og útsetjarann Gunnar Þórðarson til þess að taka upp efni fyrir afmælisplötu. Það gekk eftir og platan Ég sé Akureyri kom út í sumar, gefin út af þeim félögum með stuðningi nokkurra fyrirtækja sem starfa fyrir norðan. Það eru tíu lög á Ég sé Akureyri. Sex þeirra eru sígild dægurlög sem tengjast bænum. Tvö eru ný eftir Gunnar Þórðarson við ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og tvö eru eftir Bjarna Hafþór, fyrrnefnt titillag og lagið Emma, sem er ástaróður til stúlku sem heitir Emma og um leið óður til MA, Menntaskólans á Akureyri. Þetta er ágætis plata. Þarna eru nokkrar vel valdar dægurlagaperlur (Dalakofinn, Litla sæta ljúfa góða, Vor í Vaglaskógi, Svefnljóð…) í breyttum útsetningum og nýju lögin eru vel heppnuð. Þetta er líka allt saman mjög fagmannlega unnið. Á heildina litið er Ég sé Akureyri vel heppnuð og eiguleg afmælisplata.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira