Hagstjórnarmistök að lækka skuldir? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 27. september 2012 06:00 Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun