Átak gert í fjármálalæsi Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál. Árið 2011 komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skólastigin. Einn þeirra þátta er læsi í víðum skilningi og innan þess hugtaks er gert ráð fyrir fjármálalæsi. Í júní 2011 skipaði ég stýrihóp til kennslu í fjármálalæsi vegna þriggja ára tilraunaverkefnis. Hópinn skipa fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða, Námsgagnastofnun, Neytendasamtökunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Árangur hópsins er þegar orðinn sýnilegur. Sex skólar hófu tilraunakennslu í fjármálalæsi í vetur, Mela- og Hagaskóli í Reykjavík, Hafralækjar- og Litlulaugaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu og framhaldsskólarnir MA og FÁ. Haldið var námskeið fyrir kennara þessara skóla í ágúst sl. til að koma verkefninu af stað. Við upphaf tilraunakennslunnar er gerð könnun á fjármálalæsi og síðan aftur þegar kennslu lýkur til að meta árangurinn og byggja áframhaldandi vinnu á henni. Þá er einnig gert ráð fyrir að samhliða tilraunakennslunni verði til námsefni sem gagnast mun öðrum síðar. Stýrihópurinn er að skoða námskrár og gera athugasemdir við þær og enn fremur er verið að skoða stöðu námsefnismála í fjármálalæsi. Ljóst er að unnið er ötullega að þessu málefni og verði þeirri vinnu haldið áfram má vænta þess að fjármálalæsi verði hluti af almennri menntun íslenskra ungmenna til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál. Árið 2011 komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skólastigin. Einn þeirra þátta er læsi í víðum skilningi og innan þess hugtaks er gert ráð fyrir fjármálalæsi. Í júní 2011 skipaði ég stýrihóp til kennslu í fjármálalæsi vegna þriggja ára tilraunaverkefnis. Hópinn skipa fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða, Námsgagnastofnun, Neytendasamtökunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Árangur hópsins er þegar orðinn sýnilegur. Sex skólar hófu tilraunakennslu í fjármálalæsi í vetur, Mela- og Hagaskóli í Reykjavík, Hafralækjar- og Litlulaugaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu og framhaldsskólarnir MA og FÁ. Haldið var námskeið fyrir kennara þessara skóla í ágúst sl. til að koma verkefninu af stað. Við upphaf tilraunakennslunnar er gerð könnun á fjármálalæsi og síðan aftur þegar kennslu lýkur til að meta árangurinn og byggja áframhaldandi vinnu á henni. Þá er einnig gert ráð fyrir að samhliða tilraunakennslunni verði til námsefni sem gagnast mun öðrum síðar. Stýrihópurinn er að skoða námskrár og gera athugasemdir við þær og enn fremur er verið að skoða stöðu námsefnismála í fjármálalæsi. Ljóst er að unnið er ötullega að þessu málefni og verði þeirri vinnu haldið áfram má vænta þess að fjármálalæsi verði hluti af almennri menntun íslenskra ungmenna til framtíðar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun