Þyngri og seinteknari Sudden 8. september 2012 00:01 Strákarnir í SWC fylgja frumsmíðinni eftir með þyngri og dimmari plötu Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir. Nú, þremur árum eftir frumburðinn, er önnur plata hljómsveitarinnar í fullri lengd, Sculpture, komin út. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Sculpture gítarrokk með auðheyranlegum bandarískum áhrifum. Þetta er samt ólík plata. Lagasmíðarnar á Sculpture eru þyngri og hljómurinn er dimmari. Sándið á plötunni er sérstaklega flott, en Ben Frost og Þorbjörn G. Kolbrúnarson sáu um upptökustjórnina. Sculpture er töluvert seinteknari heldur en Stop! Handgrenade?? en hún er síst verri. Þessi níu lög eru mislengi að koma til manns, fyrsta lagið Weak Design virkar til dæmis strax frá fyrstu hlustun á meðan önnur lög þurfa nokkur rennsli til að maður nái þeim að fullu. Á heildina litið er Sculpture flott rokkplata borin uppi af góðum lagasmíðum og frábæru sándi. Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir. Nú, þremur árum eftir frumburðinn, er önnur plata hljómsveitarinnar í fullri lengd, Sculpture, komin út. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Sculpture gítarrokk með auðheyranlegum bandarískum áhrifum. Þetta er samt ólík plata. Lagasmíðarnar á Sculpture eru þyngri og hljómurinn er dimmari. Sándið á plötunni er sérstaklega flott, en Ben Frost og Þorbjörn G. Kolbrúnarson sáu um upptökustjórnina. Sculpture er töluvert seinteknari heldur en Stop! Handgrenade?? en hún er síst verri. Þessi níu lög eru mislengi að koma til manns, fyrsta lagið Weak Design virkar til dæmis strax frá fyrstu hlustun á meðan önnur lög þurfa nokkur rennsli til að maður nái þeim að fullu. Á heildina litið er Sculpture flott rokkplata borin uppi af góðum lagasmíðum og frábæru sándi.
Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira