Staðan í dag Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það?
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun