Sóknarkirkjan á samleið með uppalendum Bjarni Karlsson skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Þegar við flettum blaði dagsins blasir við að mannlífið er komið í haustgírinn. Það er einhver fersk tilfinning sem fylgir haustinu, tilfinning fyrir því að nýjar áskoranir séu þess virði að taka þær og að komandi vetur geti gefið margt gott af sér ef rétt er á spöðunum haldið. Það er flókið að lifa því það þarf að halda jafnvægi á svo mörgum sviðum í einu; heilsa, fjármál, nám, vinna, sambönd, fjölskyldulíf, áhugamál… Og þegar börnin okkar vaxa úr grasi er það von okkar að þau verði enn leiknari en við og færari um að vera farsælt fólk í flóknum heimi. Þess vegna viljum við að þau eignist fjölbreytta reynslu í uppvextinum. Við höldum að þeim að iðka skólanámið, hvetjum þau til að stunda íþróttir og helst tónlist og viljum að þau séu félagslega virk. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar er félagslegur vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að þroska persónuleika sinn. Þar fer fram þjálfun í að velja og hafna fyrir sjálfan sig, greina aðstæður og koma auga á lausnir. Helgisagnirnar í Biblíunni útskýra með sígildum hætti hvernig fólk getur orðið farsælt, bænin er traust aðferð til að eiga innra líf og vera sjálfum sér samkvæmur og félagsskapur undir merkjum Jesú frá Nasaret er æfing í því að tilheyra hópi þar sem ekki er stillt upp í goggunarraðir heldur hugað að öðrum og meira skapandi samskiptaleiðum. Því hvet ég alla uppalendur til þess að huga að því hvað sóknarkirkjan hefur að bjóða börnum og unglingum og styðja þau í því að finna þar eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Kirkjan er og vill vera traustur samherji í uppeldi barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar við flettum blaði dagsins blasir við að mannlífið er komið í haustgírinn. Það er einhver fersk tilfinning sem fylgir haustinu, tilfinning fyrir því að nýjar áskoranir séu þess virði að taka þær og að komandi vetur geti gefið margt gott af sér ef rétt er á spöðunum haldið. Það er flókið að lifa því það þarf að halda jafnvægi á svo mörgum sviðum í einu; heilsa, fjármál, nám, vinna, sambönd, fjölskyldulíf, áhugamál… Og þegar börnin okkar vaxa úr grasi er það von okkar að þau verði enn leiknari en við og færari um að vera farsælt fólk í flóknum heimi. Þess vegna viljum við að þau eignist fjölbreytta reynslu í uppvextinum. Við höldum að þeim að iðka skólanámið, hvetjum þau til að stunda íþróttir og helst tónlist og viljum að þau séu félagslega virk. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar er félagslegur vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að þroska persónuleika sinn. Þar fer fram þjálfun í að velja og hafna fyrir sjálfan sig, greina aðstæður og koma auga á lausnir. Helgisagnirnar í Biblíunni útskýra með sígildum hætti hvernig fólk getur orðið farsælt, bænin er traust aðferð til að eiga innra líf og vera sjálfum sér samkvæmur og félagsskapur undir merkjum Jesú frá Nasaret er æfing í því að tilheyra hópi þar sem ekki er stillt upp í goggunarraðir heldur hugað að öðrum og meira skapandi samskiptaleiðum. Því hvet ég alla uppalendur til þess að huga að því hvað sóknarkirkjan hefur að bjóða börnum og unglingum og styðja þau í því að finna þar eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Kirkjan er og vill vera traustur samherji í uppeldi barna og unglinga.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar