Sóknarkirkjan á samleið með uppalendum Bjarni Karlsson skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Þegar við flettum blaði dagsins blasir við að mannlífið er komið í haustgírinn. Það er einhver fersk tilfinning sem fylgir haustinu, tilfinning fyrir því að nýjar áskoranir séu þess virði að taka þær og að komandi vetur geti gefið margt gott af sér ef rétt er á spöðunum haldið. Það er flókið að lifa því það þarf að halda jafnvægi á svo mörgum sviðum í einu; heilsa, fjármál, nám, vinna, sambönd, fjölskyldulíf, áhugamál… Og þegar börnin okkar vaxa úr grasi er það von okkar að þau verði enn leiknari en við og færari um að vera farsælt fólk í flóknum heimi. Þess vegna viljum við að þau eignist fjölbreytta reynslu í uppvextinum. Við höldum að þeim að iðka skólanámið, hvetjum þau til að stunda íþróttir og helst tónlist og viljum að þau séu félagslega virk. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar er félagslegur vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að þroska persónuleika sinn. Þar fer fram þjálfun í að velja og hafna fyrir sjálfan sig, greina aðstæður og koma auga á lausnir. Helgisagnirnar í Biblíunni útskýra með sígildum hætti hvernig fólk getur orðið farsælt, bænin er traust aðferð til að eiga innra líf og vera sjálfum sér samkvæmur og félagsskapur undir merkjum Jesú frá Nasaret er æfing í því að tilheyra hópi þar sem ekki er stillt upp í goggunarraðir heldur hugað að öðrum og meira skapandi samskiptaleiðum. Því hvet ég alla uppalendur til þess að huga að því hvað sóknarkirkjan hefur að bjóða börnum og unglingum og styðja þau í því að finna þar eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Kirkjan er og vill vera traustur samherji í uppeldi barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar við flettum blaði dagsins blasir við að mannlífið er komið í haustgírinn. Það er einhver fersk tilfinning sem fylgir haustinu, tilfinning fyrir því að nýjar áskoranir séu þess virði að taka þær og að komandi vetur geti gefið margt gott af sér ef rétt er á spöðunum haldið. Það er flókið að lifa því það þarf að halda jafnvægi á svo mörgum sviðum í einu; heilsa, fjármál, nám, vinna, sambönd, fjölskyldulíf, áhugamál… Og þegar börnin okkar vaxa úr grasi er það von okkar að þau verði enn leiknari en við og færari um að vera farsælt fólk í flóknum heimi. Þess vegna viljum við að þau eignist fjölbreytta reynslu í uppvextinum. Við höldum að þeim að iðka skólanámið, hvetjum þau til að stunda íþróttir og helst tónlist og viljum að þau séu félagslega virk. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar er félagslegur vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að þroska persónuleika sinn. Þar fer fram þjálfun í að velja og hafna fyrir sjálfan sig, greina aðstæður og koma auga á lausnir. Helgisagnirnar í Biblíunni útskýra með sígildum hætti hvernig fólk getur orðið farsælt, bænin er traust aðferð til að eiga innra líf og vera sjálfum sér samkvæmur og félagsskapur undir merkjum Jesú frá Nasaret er æfing í því að tilheyra hópi þar sem ekki er stillt upp í goggunarraðir heldur hugað að öðrum og meira skapandi samskiptaleiðum. Því hvet ég alla uppalendur til þess að huga að því hvað sóknarkirkjan hefur að bjóða börnum og unglingum og styðja þau í því að finna þar eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Kirkjan er og vill vera traustur samherji í uppeldi barna og unglinga.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar