Kallað eftir vandaðri umræðu Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heildarsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætlun sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta samstarfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda.Árangur ríkisstjórnarinnar Eins og öllum er ljóst tók þessi fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar sem eingöngu er skipuð vinstri flokkum við erfiðara verkefni en nokkur önnur hafði gert áður. Árangurinn hefur kostað aðhald í rekstri og jafnframt aga í fjármögnun samneyslunnar sem okkur er svo mikilvæg. Nú sjáum við að atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt, verðbólga er í rénun og hagvöxtur með því mesta sem gerist í Evrópu. Samhliða þessu hafa breytingar á skatta- og bótakerfi orðið til þess að auka jöfnuð meðal landsmanna – og þar með náð að snúa frá aukinni misskiptingu sem var við lýði mestan hluta hins meinta góðæristíma. Andstæðingum ríkisstjórnarinnar er ljósara en nokkrum öðrum að ef næstu alþingiskosningar snúast um árangur ríkisstjórnarinnar, þá mun vinstri flokkunum ganga vel. Það þjónar því tilgangi hrunflokkanna að láta kosningabaráttuna snúast um allt annað en raunverulegan árangur og málefni – það er þeim í hag að drepa umræðunni á dreif í upphrópunum og gífuryrðum. Þar þurfum við að halda vöku okkar og hugsa um heildarmyndina.Sama rót Eins og við er að búast á umbrotatímum hefur stundum gustað um samstarf ríkisstjórnarflokkanna og andstæðingar ríkisstjórnarinnar tekið því fagnandi í sínum áróðursritum á vef og prenti. Þrátt fyrir þau ágreiningsmál sem upp hafa komið á tímabilinu, þá hefur samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrst og fremst verið með eindæmum gott – enda sýna verkin merkin. Báðir flokkarnir byggja á sömu rót. Stefnu sem snýst um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað talið sig geta rekið fleyg á milli flokkanna – og skiptir þar ekki mestu máli hvort meintur ágreiningur á við rök að styðjast. Eftir því sem nær dregur kosningum má búast við því að bæti nokkuð í moldviðri af þessu tagi enda miklir valdahagsmunir í húfi. Þá ríður á að hvika hvergi, heldur safna liði og snúa bökum saman.Ólíkar áherslur Á dögunum þótti í frásögur færandi að tveir ráðherrar Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun að ræða bæri stöðuna í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og þá staðreynd að áform um að leggja fullbúinn samning fyrir þjóðina virðast ekki ganga eftir á kjörtímabilinu. Einnig var staða mála í Evrópu nefnd, efnahagslegir erfiðleikar í álfunni og blikur á lofti um þróun og hlutverk evrunnar. Þótti sumum þetta sýna alvarlegan ágreining á stjórnarheimilinu. Því fer fjarri. Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins hefur verið lögð áhersla á að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að ESB – eins og tilheyrir í góðu samstarfi. Ólík afstaða flokkanna til ESB-aðildar er sennilega einn helsti styrkur aðildarviðræðnanna, grundvallaratriði sem á að geta orðið til þess að umræða um mögulega aðild verði upplýst og ólíkum sjónarmiðum gert jafnhátt undir höfði. Í samstarfsyfirlýsingunni stendur jafnframt að ákvörðun um aðild að ESB skuli vera í höndum þjóðarinnar, sem muni greiða atkvæði um aðild að loknum aðildarviðræðum. Þetta er sjálfsögð lýðræðiskrafa og mikilvægt að taka hana fram: Þjóðin á alltaf að eiga síðasta orðið.Greinargóðir kostir Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að aðildarviðræðum lýkur ekki á þessu kjörtímabili. Það stefnir í að mikilvægir samningskaflar verði enn á huldu á komandi vori. Þegar stefnir í að ekki verði unnt að greiða atkvæði um fullbúinn samning fyrir alþingiskosningar þarf að ræða málið. Auðvitað. Allt alþjóðasamstarf er viðvarandi verkefni og þarf að vera í stöðugri mótun og endurskoðun. Svo afdrifaríkur ferill sem nú stendur yfir eins og aðildarumsókn að ESB er þar ekki undanskilinn. Ég hef orðið vör við það undanfarnar vikur og mánuði að mjög víða í samfélaginu er kallað eftir skynsemi og yfirvegun í umræðuna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlýtur að vilja opna umræðu um svo flókið mál og Samfylkingin einnig. Þjóðin þarf að fá skýra spurningu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Sú umræða fer fram innan flokka og milli stjórnmálaflokka, sérstaklega stjórnarflokkanna eins og málum er háttað. Umræðan þarf ekki síður að eiga sér stað í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, hún þarf að byggja á staðreyndum og heildarmati. Einfaldar upphrópanir og gífuryrði eru hvorki til upplýsingar né í anda lýðræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heildarsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætlun sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta samstarfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda.Árangur ríkisstjórnarinnar Eins og öllum er ljóst tók þessi fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar sem eingöngu er skipuð vinstri flokkum við erfiðara verkefni en nokkur önnur hafði gert áður. Árangurinn hefur kostað aðhald í rekstri og jafnframt aga í fjármögnun samneyslunnar sem okkur er svo mikilvæg. Nú sjáum við að atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt, verðbólga er í rénun og hagvöxtur með því mesta sem gerist í Evrópu. Samhliða þessu hafa breytingar á skatta- og bótakerfi orðið til þess að auka jöfnuð meðal landsmanna – og þar með náð að snúa frá aukinni misskiptingu sem var við lýði mestan hluta hins meinta góðæristíma. Andstæðingum ríkisstjórnarinnar er ljósara en nokkrum öðrum að ef næstu alþingiskosningar snúast um árangur ríkisstjórnarinnar, þá mun vinstri flokkunum ganga vel. Það þjónar því tilgangi hrunflokkanna að láta kosningabaráttuna snúast um allt annað en raunverulegan árangur og málefni – það er þeim í hag að drepa umræðunni á dreif í upphrópunum og gífuryrðum. Þar þurfum við að halda vöku okkar og hugsa um heildarmyndina.Sama rót Eins og við er að búast á umbrotatímum hefur stundum gustað um samstarf ríkisstjórnarflokkanna og andstæðingar ríkisstjórnarinnar tekið því fagnandi í sínum áróðursritum á vef og prenti. Þrátt fyrir þau ágreiningsmál sem upp hafa komið á tímabilinu, þá hefur samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrst og fremst verið með eindæmum gott – enda sýna verkin merkin. Báðir flokkarnir byggja á sömu rót. Stefnu sem snýst um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað talið sig geta rekið fleyg á milli flokkanna – og skiptir þar ekki mestu máli hvort meintur ágreiningur á við rök að styðjast. Eftir því sem nær dregur kosningum má búast við því að bæti nokkuð í moldviðri af þessu tagi enda miklir valdahagsmunir í húfi. Þá ríður á að hvika hvergi, heldur safna liði og snúa bökum saman.Ólíkar áherslur Á dögunum þótti í frásögur færandi að tveir ráðherrar Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun að ræða bæri stöðuna í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og þá staðreynd að áform um að leggja fullbúinn samning fyrir þjóðina virðast ekki ganga eftir á kjörtímabilinu. Einnig var staða mála í Evrópu nefnd, efnahagslegir erfiðleikar í álfunni og blikur á lofti um þróun og hlutverk evrunnar. Þótti sumum þetta sýna alvarlegan ágreining á stjórnarheimilinu. Því fer fjarri. Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins hefur verið lögð áhersla á að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að ESB – eins og tilheyrir í góðu samstarfi. Ólík afstaða flokkanna til ESB-aðildar er sennilega einn helsti styrkur aðildarviðræðnanna, grundvallaratriði sem á að geta orðið til þess að umræða um mögulega aðild verði upplýst og ólíkum sjónarmiðum gert jafnhátt undir höfði. Í samstarfsyfirlýsingunni stendur jafnframt að ákvörðun um aðild að ESB skuli vera í höndum þjóðarinnar, sem muni greiða atkvæði um aðild að loknum aðildarviðræðum. Þetta er sjálfsögð lýðræðiskrafa og mikilvægt að taka hana fram: Þjóðin á alltaf að eiga síðasta orðið.Greinargóðir kostir Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að aðildarviðræðum lýkur ekki á þessu kjörtímabili. Það stefnir í að mikilvægir samningskaflar verði enn á huldu á komandi vori. Þegar stefnir í að ekki verði unnt að greiða atkvæði um fullbúinn samning fyrir alþingiskosningar þarf að ræða málið. Auðvitað. Allt alþjóðasamstarf er viðvarandi verkefni og þarf að vera í stöðugri mótun og endurskoðun. Svo afdrifaríkur ferill sem nú stendur yfir eins og aðildarumsókn að ESB er þar ekki undanskilinn. Ég hef orðið vör við það undanfarnar vikur og mánuði að mjög víða í samfélaginu er kallað eftir skynsemi og yfirvegun í umræðuna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlýtur að vilja opna umræðu um svo flókið mál og Samfylkingin einnig. Þjóðin þarf að fá skýra spurningu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Sú umræða fer fram innan flokka og milli stjórnmálaflokka, sérstaklega stjórnarflokkanna eins og málum er háttað. Umræðan þarf ekki síður að eiga sér stað í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, hún þarf að byggja á staðreyndum og heildarmati. Einfaldar upphrópanir og gífuryrði eru hvorki til upplýsingar né í anda lýðræðis.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun