Betri en flest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. ágúst 2012 00:01 Nýjasta mynd Woodys Allen, To Rome with Love, er skemmtilegur hræringur. Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann. Mynd hans frá því í fyrra, Midnight in Paris, þykir ein hans allra besta í seinni tíð og skilaði hún meiru í kassann en nokkur önnur mynd leikstjórans frá upphafi. Það voru því töluverðar líkur á að sú næsta á eftir myndi ekki standa undir væntingum. Og nú er hún komin, To Rome with Love, og tvinnar saman fjórum aðskildum sögum sem eiga það eitt sameiginlegt að sögusvið þeirra er Rómaborg. Við fylgjumst með ástarævintýrum og framhjáhöldum, útfararstjórum og portkonum, miðaldra arkitekt sem gerist sérstakur ráðunautur yngri útgáfu af sjálfum sér í kvennamálum og óperusöngvara sem getur ekki sungið utan sturtunnar. Að ógleymdri skrifstofublókinni Leopoldo sem dag einn verður frægur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Það telst vart til tíðinda þegar Woody setur saman öflugan leikhóp. Hér er allt eins og það á að vera og best eru þau Eisenberg, Mastronardi og tenórinn Fabio Armilato. Stíllinn er skemmtilega losaralegur og minnir til skiptis á fyrstu verk leikstjórans og það sem hann hefur aðhafst í ellinni. Sögurnar eru misgóðar og á stöku stað er brandaralopinn teygður helst til mikið. En miðlungsgóður Allen er þrátt fyrir allt betri en flest það sem ratar í bíóhúsin frá Bandaríkjunum, og sé To Rome with Love borin saman við eitthvað annað en fyrri verk leikstjórans er styrkur hennar augljós. Niðurstaða: Fágunin og fáránleikinn ganga í eina sæng og úr verður skemmtilegur hræringur sem ætti að höfða til flestra aðdáenda leikstjórans. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann. Mynd hans frá því í fyrra, Midnight in Paris, þykir ein hans allra besta í seinni tíð og skilaði hún meiru í kassann en nokkur önnur mynd leikstjórans frá upphafi. Það voru því töluverðar líkur á að sú næsta á eftir myndi ekki standa undir væntingum. Og nú er hún komin, To Rome with Love, og tvinnar saman fjórum aðskildum sögum sem eiga það eitt sameiginlegt að sögusvið þeirra er Rómaborg. Við fylgjumst með ástarævintýrum og framhjáhöldum, útfararstjórum og portkonum, miðaldra arkitekt sem gerist sérstakur ráðunautur yngri útgáfu af sjálfum sér í kvennamálum og óperusöngvara sem getur ekki sungið utan sturtunnar. Að ógleymdri skrifstofublókinni Leopoldo sem dag einn verður frægur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Það telst vart til tíðinda þegar Woody setur saman öflugan leikhóp. Hér er allt eins og það á að vera og best eru þau Eisenberg, Mastronardi og tenórinn Fabio Armilato. Stíllinn er skemmtilega losaralegur og minnir til skiptis á fyrstu verk leikstjórans og það sem hann hefur aðhafst í ellinni. Sögurnar eru misgóðar og á stöku stað er brandaralopinn teygður helst til mikið. En miðlungsgóður Allen er þrátt fyrir allt betri en flest það sem ratar í bíóhúsin frá Bandaríkjunum, og sé To Rome with Love borin saman við eitthvað annað en fyrri verk leikstjórans er styrkur hennar augljós. Niðurstaða: Fágunin og fáránleikinn ganga í eina sæng og úr verður skemmtilegur hræringur sem ætti að höfða til flestra aðdáenda leikstjórans.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira