Af hverju ESB-aðild? Einar Benediktsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir. Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi. Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum – Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir. Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi. Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum – Evrópu.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun