Evrópa unga fólksins er fyrir þig! Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar