Annar hljómur, sömu lætin Trausti Júlíusson skrifar 2. ágúst 2012 11:00 Ghostigital - Division of Culture and Tourism. Tónlist. Ghostigital. Division of Culture and Tourism. Smekkleysa. Hljómsveitin Ghostigital hefur verið ein af mínum uppáhaldshljómsveitum síðustu ár. Tónlistin hennar, sambland af eiturferskum og oft æstum töktum Curvers og ýktum söng og textum Einars Arnar, líkist engu öðru sem er í boði. Ghostigital á að baki tvær plötur. Ghostigital kom út 2003 og lofaði góðu, en meistaraverkið In Cod We Trust kom út 2006. Ghostigital er frábær tónleikasveit, en eins og með marga aðra alvöru tónlistarmenn þá er tónleikaupplifunin allt öðruvísi en að hlusta á plöturnar. Eftir sex ára hlé er komin ný plata, Division of Culture and Tourism. Nafnið er tilvísun í pólitískan frama söngvarans, sem er einmitt formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur. Tónlistin á nýju plötunni er á sömu slóðum og áður, en þó hefur hljómurinn þróast töluvert. Það sem kemur mest á óvart er að bjögunin („distortion" á ensku), eitt helsta einkenni Ghostigital, er að mestu horfin. Maður fékk eiginlega sjokk þegar maður hlustaði á plötuna í fyrsta sinn. Hvar er bjögunin mín? Það sannast hins vegar við frekari hlustun að tónlist Ghostigital virkar alveg án bjögunar líka. Í fyrstu finnst manni tónlistin hálfnakin, en svo fer maður að njóta þess að heyra hvert hljóð betur. Það hefði ekki heldur verið sérstaklega spennandi að fá bara In Cod We Trust 2. Ég mæli samt með því að platan sé spiluð hátt. Það verða að vera læti þegar maður hlustar á Ghostigital. Eitt af því sem hefur einkennt plötur Ghostigital eru flottir gestir. Hápunkturinn var auðvitað Mark E. Smith í laginu Not Clean á In Cod We Trust. Það er mikill gestagangur á Division of Culture and Tourism. Rapparinn Sensational, sem var á báðum fyrri plötunum, á flotta innkomu hér í laginu Don't Push Me, gamli Talking Heads söngvarinn David Byrne klikkar ekki heldur í Dreamland og önnur goðsögn, Alan Vega úr Suicide, syngur í Scary Scary. Stilluppsteypa og Dälek koma líka við sögu. Það eru mörg flott lög á Division of Culture and Tourism og heildin er sterk, þó að hún nái ekki alveg sömu hæðum og In Cod We Trust. Mín uppáhaldslög eru Don't Push Me, Dreamland, Bursting og Numb. Á heildina litið er Division of Culture and Tourism mjög flott Ghostigital-plata og ein af bestu plötum ársins til þessa. Tónlist Ghostigital er óvægin og höfðar ekki til allra. Hún fer seint í síspilun á Bylgjunni. Allir þeir sem eru til í smá læti ættu hins vegar hiklaust að tékka á þessari nýju plötu Curvers og Einars Arnar. Niðurstaða: Einar Örn og Curver fá hjálp frá David Byrne, Alan Vega og fleiri góðum gestum á nýju plötunni. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Ghostigital. Division of Culture and Tourism. Smekkleysa. Hljómsveitin Ghostigital hefur verið ein af mínum uppáhaldshljómsveitum síðustu ár. Tónlistin hennar, sambland af eiturferskum og oft æstum töktum Curvers og ýktum söng og textum Einars Arnar, líkist engu öðru sem er í boði. Ghostigital á að baki tvær plötur. Ghostigital kom út 2003 og lofaði góðu, en meistaraverkið In Cod We Trust kom út 2006. Ghostigital er frábær tónleikasveit, en eins og með marga aðra alvöru tónlistarmenn þá er tónleikaupplifunin allt öðruvísi en að hlusta á plöturnar. Eftir sex ára hlé er komin ný plata, Division of Culture and Tourism. Nafnið er tilvísun í pólitískan frama söngvarans, sem er einmitt formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur. Tónlistin á nýju plötunni er á sömu slóðum og áður, en þó hefur hljómurinn þróast töluvert. Það sem kemur mest á óvart er að bjögunin („distortion" á ensku), eitt helsta einkenni Ghostigital, er að mestu horfin. Maður fékk eiginlega sjokk þegar maður hlustaði á plötuna í fyrsta sinn. Hvar er bjögunin mín? Það sannast hins vegar við frekari hlustun að tónlist Ghostigital virkar alveg án bjögunar líka. Í fyrstu finnst manni tónlistin hálfnakin, en svo fer maður að njóta þess að heyra hvert hljóð betur. Það hefði ekki heldur verið sérstaklega spennandi að fá bara In Cod We Trust 2. Ég mæli samt með því að platan sé spiluð hátt. Það verða að vera læti þegar maður hlustar á Ghostigital. Eitt af því sem hefur einkennt plötur Ghostigital eru flottir gestir. Hápunkturinn var auðvitað Mark E. Smith í laginu Not Clean á In Cod We Trust. Það er mikill gestagangur á Division of Culture and Tourism. Rapparinn Sensational, sem var á báðum fyrri plötunum, á flotta innkomu hér í laginu Don't Push Me, gamli Talking Heads söngvarinn David Byrne klikkar ekki heldur í Dreamland og önnur goðsögn, Alan Vega úr Suicide, syngur í Scary Scary. Stilluppsteypa og Dälek koma líka við sögu. Það eru mörg flott lög á Division of Culture and Tourism og heildin er sterk, þó að hún nái ekki alveg sömu hæðum og In Cod We Trust. Mín uppáhaldslög eru Don't Push Me, Dreamland, Bursting og Numb. Á heildina litið er Division of Culture and Tourism mjög flott Ghostigital-plata og ein af bestu plötum ársins til þessa. Tónlist Ghostigital er óvægin og höfðar ekki til allra. Hún fer seint í síspilun á Bylgjunni. Allir þeir sem eru til í smá læti ættu hins vegar hiklaust að tékka á þessari nýju plötu Curvers og Einars Arnar. Niðurstaða: Einar Örn og Curver fá hjálp frá David Byrne, Alan Vega og fleiri góðum gestum á nýju plötunni.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira