Kátir og klúrir Klaufar Trausti Júlíusson skrifar 2. ágúst 2012 21:00 Tónlist. Klaufar. Óbyggðir. Kántríhljómsveitin Klaufar er búin að vera starfandi síðan árið 2006 og á að baki tvær plötur, Hamingjan er björt (2007) og Síðasti mjói Kaninn (2008). Á þeim báðum voru kántrískotnar útgáfur af íslenskum poppslögurum. Á þriðju plötu sinni, Óbyggðum, hafa Klaufarnir sett markið hærra. Á henni eru nær eingöngu ný frumsamin lög og textar. Um alla textana nema einn sér Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson, en textinn við lagið Ást og áfengi er eftir gamla Ríó Tríó hirðskáldið Jónas Friðrik. Lögin eru svo eftir nokkra höfunda. Þar á meðal textahöfundinn Kristján og Guðmund Annas Árnason Klaufasöngvara. Auk hljómsveitarmeðlima koma margir gestir við sögu, þar á meðal Magnúsarnir Kjartansson og Eiríksson og Selma Björnsdóttir sem syngur lagið Aldrei segja aldrei með Guðmundi. Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Niðurstaða: Kántrískotið íslenskt gleðipopp. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Klaufar. Óbyggðir. Kántríhljómsveitin Klaufar er búin að vera starfandi síðan árið 2006 og á að baki tvær plötur, Hamingjan er björt (2007) og Síðasti mjói Kaninn (2008). Á þeim báðum voru kántrískotnar útgáfur af íslenskum poppslögurum. Á þriðju plötu sinni, Óbyggðum, hafa Klaufarnir sett markið hærra. Á henni eru nær eingöngu ný frumsamin lög og textar. Um alla textana nema einn sér Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson, en textinn við lagið Ást og áfengi er eftir gamla Ríó Tríó hirðskáldið Jónas Friðrik. Lögin eru svo eftir nokkra höfunda. Þar á meðal textahöfundinn Kristján og Guðmund Annas Árnason Klaufasöngvara. Auk hljómsveitarmeðlima koma margir gestir við sögu, þar á meðal Magnúsarnir Kjartansson og Eiríksson og Selma Björnsdóttir sem syngur lagið Aldrei segja aldrei með Guðmundi. Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Niðurstaða: Kántrískotið íslenskt gleðipopp.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira