Útpælt og proggað popp Trausti Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 10:45 Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira