Saumaklúbbur sameinast um Þóru 23. júní 2012 09:00 Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Við erum níu vinkonurnar. Lögfræðingur, grunnskólakennari, aðstoðarleikskólastjóri, ráðherra, rússneskufræðingur, borgarfulltrúi, hagfræðingur, matselja og tölvunarfræðingur. Við eigum misstórar fjölskyldur og búum á mun stærra svæði en þegar við vorum litlar. Höfum flutt víðsvegar um landið og búið erlendis um lengri og skemmri tíma. Við erum ósammála um margt. Sérstaklega pólitík. Sumar eru borgaralegar, aðrar róttækar og enn öðrum leiðast svona skilgreiningar. Hrunið hafði mismikil áhrif á okkur og við erum ekki sammála hverjum það er um að kenna. Við vorum ósammála um Icesave, við erum ósammála um störf ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, stjórnarskránna og höfum í gegnum tíðina verið ósammála um mjög margt annað. En við erum sammála um eitt. Við erum allar sem ein sannfærðar um að Þóra Arnórsdóttir sé okkar besti kostur sem næsti forseti Íslands. Konan sem bauð sig til forsætis þunguð af framtíðinni. Við treystum henni til að verða forseti okkar allra, til að standa fyrir uppbyggilegu samtali, bæði innanlands sem og við erlendar þjóðir, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að stuðla að sátt og samlyndi sem svo sárlega hefur skort í samfélagi okkar að undanförnu. Eyjan okkar, Ísland, er ástæðan fyrir því að við erum þjóð. Við búum saman á þessu afmarkaða svæði. Annars erum við afar fjölbreytilegur hópur, komum úr ólíkum fjölskyldum, vinnum fjölbreytt störf og erum ósammála um margt. En við myndum öll eina heild sem á sameiginlega afar mikilvæga hagsmuni. Þess vegna sameinumst við um Þóru. Við sameinumst um Þóru því við þurfum heiðarlegan forseta sem lyftir okkur úr hjólförum skotgrafahernaðar. Yfirvegaðan forseta sem lyftir orðræðunni á hærra plan. Hugrakkan og greindan forseta til að takast á við nýja tíma. Við þurfum einlægan forseta sem virðir fjölbreytileika þjóðarinnar, sem leiðir saman ólík sjónarmið og sameinar fólk um að gera sitt besta til að stuðla að betri framtíð heildarinnar. Bjartri framtíð þjóðarinnar. Við þurfum forseta sem þykir vænt um sína þjóð. Sameinumst! Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä Benedikta Birgisdóttir Birna Íris Jónsdóttir Erna Guðrún Kaaber Halldóra Guðmundsdóttir Íris Arna Jóhannsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Við erum níu vinkonurnar. Lögfræðingur, grunnskólakennari, aðstoðarleikskólastjóri, ráðherra, rússneskufræðingur, borgarfulltrúi, hagfræðingur, matselja og tölvunarfræðingur. Við eigum misstórar fjölskyldur og búum á mun stærra svæði en þegar við vorum litlar. Höfum flutt víðsvegar um landið og búið erlendis um lengri og skemmri tíma. Við erum ósammála um margt. Sérstaklega pólitík. Sumar eru borgaralegar, aðrar róttækar og enn öðrum leiðast svona skilgreiningar. Hrunið hafði mismikil áhrif á okkur og við erum ekki sammála hverjum það er um að kenna. Við vorum ósammála um Icesave, við erum ósammála um störf ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, stjórnarskránna og höfum í gegnum tíðina verið ósammála um mjög margt annað. En við erum sammála um eitt. Við erum allar sem ein sannfærðar um að Þóra Arnórsdóttir sé okkar besti kostur sem næsti forseti Íslands. Konan sem bauð sig til forsætis þunguð af framtíðinni. Við treystum henni til að verða forseti okkar allra, til að standa fyrir uppbyggilegu samtali, bæði innanlands sem og við erlendar þjóðir, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að stuðla að sátt og samlyndi sem svo sárlega hefur skort í samfélagi okkar að undanförnu. Eyjan okkar, Ísland, er ástæðan fyrir því að við erum þjóð. Við búum saman á þessu afmarkaða svæði. Annars erum við afar fjölbreytilegur hópur, komum úr ólíkum fjölskyldum, vinnum fjölbreytt störf og erum ósammála um margt. En við myndum öll eina heild sem á sameiginlega afar mikilvæga hagsmuni. Þess vegna sameinumst við um Þóru. Við sameinumst um Þóru því við þurfum heiðarlegan forseta sem lyftir okkur úr hjólförum skotgrafahernaðar. Yfirvegaðan forseta sem lyftir orðræðunni á hærra plan. Hugrakkan og greindan forseta til að takast á við nýja tíma. Við þurfum einlægan forseta sem virðir fjölbreytileika þjóðarinnar, sem leiðir saman ólík sjónarmið og sameinar fólk um að gera sitt besta til að stuðla að betri framtíð heildarinnar. Bjartri framtíð þjóðarinnar. Við þurfum forseta sem þykir vænt um sína þjóð. Sameinumst! Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä Benedikta Birgisdóttir Birna Íris Jónsdóttir Erna Guðrún Kaaber Halldóra Guðmundsdóttir Íris Arna Jóhannsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar