Úttekt á samfélagslegum þáttum fiskveiðistjórnunar 12. júní 2012 11:00 Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun