...að vita meira í dag en í gær Birna Þórarinsdóttir skrifar 8. júní 2012 06:00 Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar