Skemmdarverk Skúli Helgason skrifar 6. júní 2012 06:00 Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun