Besta leiðin að viðskiptavininum 31. maí 2012 16:00 Sigrún Eva Ármannsdóttir er forstöðumaður veflausna hjá Advania sem er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlanda. mynd/vilhelm „Finnist vefur fyrirtækis ekki á netinu í dag er fyrirtækið ekki til í hugum flestra viðskiptavina. Því er góður vefur orðinn jafn sjálfsagður og símanúmer fyrirtækis," segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. „Advania sérhæfir sig í gerð flottra vefja fyrir fyrirtæki og stofnanir og má nefna vefi stóru bankanna þriggja sem dæmi um vefsíður í LISA-vefumsjónarkerfinu frá Advania. Einnig erum við mikið í að hanna og smíða vefverslanir, þjónustuvefi og öpp," upplýsir Sigrún Eva. Hún segir nú mikið rætt um öpp og vefsíður í smátækjum, líkt og símum og snjalltölvum. „Gott dæmi um símavef er m.reebokfitness.is og dæmi um app er Bensínvaktin frá Advania fyrir Android-stýrikerfið. Þá er mikið farið að hanna og útfæra vefsíður í því sem kallast á ensku Responsive Design en slíkir vefir aðlaga sig að skjástærð móttökutækja," segir Sigrún Eva og nefnir til skoðunar einn frægasta Responsive Design vefinn sem er Bostonglobe.com. „Vefir og öpp eru kjörin viðbótarþjónustuleið fyrir fyrirtæki til að nálgast viðskiptavini sína og komast nær kúnnanum."Vefsíða Reebok er flott, fersk og öflug.Advania vinnur einnig að gerð þjónustu- og vefverslunarvefja sem flestir eru tengdir bakendakerfum. „Með tengingu við bakendakerfi losna starfsmenn fyrirtækja við að tvíslá inn gögn og vefurinn því eins og framlenging af viðskiptakerfinu. Dæmi um góða slíka vefi af ýmsum stærðum og gerðum og með mismunandi tæknilegu flækjustigi eru eymundsson.is, skor.is, lindesign.is, orkan.is, stod2.is og sunfilm.is," útskýrir Sigrún Eva. Advania heldur einnig úti vefversluninni velkomin.is. „Þar geta lítil og nýstofnuð fyrirtæki fengið litla og staðlaða vefi á góðu verði í sjálfsafgreiðslu. Í júní verða freistandi tilboð í gangi en þá eru vefir á velkomin.is kynntir sem vara mánaðarins með helmingsafslætti af stofnkostnaði." Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
„Finnist vefur fyrirtækis ekki á netinu í dag er fyrirtækið ekki til í hugum flestra viðskiptavina. Því er góður vefur orðinn jafn sjálfsagður og símanúmer fyrirtækis," segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. „Advania sérhæfir sig í gerð flottra vefja fyrir fyrirtæki og stofnanir og má nefna vefi stóru bankanna þriggja sem dæmi um vefsíður í LISA-vefumsjónarkerfinu frá Advania. Einnig erum við mikið í að hanna og smíða vefverslanir, þjónustuvefi og öpp," upplýsir Sigrún Eva. Hún segir nú mikið rætt um öpp og vefsíður í smátækjum, líkt og símum og snjalltölvum. „Gott dæmi um símavef er m.reebokfitness.is og dæmi um app er Bensínvaktin frá Advania fyrir Android-stýrikerfið. Þá er mikið farið að hanna og útfæra vefsíður í því sem kallast á ensku Responsive Design en slíkir vefir aðlaga sig að skjástærð móttökutækja," segir Sigrún Eva og nefnir til skoðunar einn frægasta Responsive Design vefinn sem er Bostonglobe.com. „Vefir og öpp eru kjörin viðbótarþjónustuleið fyrir fyrirtæki til að nálgast viðskiptavini sína og komast nær kúnnanum."Vefsíða Reebok er flott, fersk og öflug.Advania vinnur einnig að gerð þjónustu- og vefverslunarvefja sem flestir eru tengdir bakendakerfum. „Með tengingu við bakendakerfi losna starfsmenn fyrirtækja við að tvíslá inn gögn og vefurinn því eins og framlenging af viðskiptakerfinu. Dæmi um góða slíka vefi af ýmsum stærðum og gerðum og með mismunandi tæknilegu flækjustigi eru eymundsson.is, skor.is, lindesign.is, orkan.is, stod2.is og sunfilm.is," útskýrir Sigrún Eva. Advania heldur einnig úti vefversluninni velkomin.is. „Þar geta lítil og nýstofnuð fyrirtæki fengið litla og staðlaða vefi á góðu verði í sjálfsafgreiðslu. Í júní verða freistandi tilboð í gangi en þá eru vefir á velkomin.is kynntir sem vara mánaðarins með helmingsafslætti af stofnkostnaði."
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira