Stærsta fasteignasala Reykjavíkur 23. maí 2012 11:00 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar og eigendur Fasteignasölunnar Mikluborgar. mynd/gva Það væri hverjum fasteignasala hollt að kaupa og selja fasteign sína einu sinni á ári. Fasteignakaup eru enda í flestum tilvikum stærsta ákvörðun sem við tökum í lífi okkar og mikil rússíbanareið á meðan viðskiptunum stendur. Því skiptir miklu máli að viðskiptavinurinn velkist ekki í vafa um að honum sé vel sinnt og að honum líði vel í viðskiptunum,“ segir Óskar á Mikluborg. Fasteignasalan Miklaborg er sú stærsta í höfuðborginni. Þar starfar sterk og öflug liðsheild fimmtán starfsmanna. „Fasteignasala má sín lítils án góðs starfsfólks. Hér starfa reynslumiklir, góðir og áhugasamir sölumenn sem taka starf sitt alvarlega,“ upplýsir Óskar. Auk mannauðsins segir Óskar styrk og vöxt Mikluborgar byggja á alúðlegri þjónustu við viðskiptavini, skýrum verkferlum og áherslu á gæðavinnu til að kynna bæði fasteignir og fyrirtækið. „Það er einfaldlega ekki nóg að skrá eign á sölu og vona að vindurinn blási í rétta átt. Það verður að nýta alla tæknimöguleika sem í boði eru svo kynna megi eignina fyrir sem breiðastan hóp. Því þurfa seljendur að vanda valið vel áður en þeir setja eignir sínar á sölu.“ Óskar segir meginþorra íslenskra fasteignasala smáar í sniðum og þar sé óhægara um vik að koma eignum á framfæri eða finna draumaeignina. „Húseigendur vilja allir að eign þeirra nái til sem flestra og leita því til okkar. Miklaborg er með stærsta framboð eigna á skrá og var fyrst til að bjóða upp á „innlit“ í eignir, þar sem hægt er að valsa um á netinu og skoða hvern krók og kima. Heimasíðan er alltaf vel uppfærð og aðgengileg og sölumenn leggja áherslu á að ná góðum tengslum við kaupendur til að ná enn betur að hjálpa þeim við að finna draumaeignina.“ Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Það væri hverjum fasteignasala hollt að kaupa og selja fasteign sína einu sinni á ári. Fasteignakaup eru enda í flestum tilvikum stærsta ákvörðun sem við tökum í lífi okkar og mikil rússíbanareið á meðan viðskiptunum stendur. Því skiptir miklu máli að viðskiptavinurinn velkist ekki í vafa um að honum sé vel sinnt og að honum líði vel í viðskiptunum,“ segir Óskar á Mikluborg. Fasteignasalan Miklaborg er sú stærsta í höfuðborginni. Þar starfar sterk og öflug liðsheild fimmtán starfsmanna. „Fasteignasala má sín lítils án góðs starfsfólks. Hér starfa reynslumiklir, góðir og áhugasamir sölumenn sem taka starf sitt alvarlega,“ upplýsir Óskar. Auk mannauðsins segir Óskar styrk og vöxt Mikluborgar byggja á alúðlegri þjónustu við viðskiptavini, skýrum verkferlum og áherslu á gæðavinnu til að kynna bæði fasteignir og fyrirtækið. „Það er einfaldlega ekki nóg að skrá eign á sölu og vona að vindurinn blási í rétta átt. Það verður að nýta alla tæknimöguleika sem í boði eru svo kynna megi eignina fyrir sem breiðastan hóp. Því þurfa seljendur að vanda valið vel áður en þeir setja eignir sínar á sölu.“ Óskar segir meginþorra íslenskra fasteignasala smáar í sniðum og þar sé óhægara um vik að koma eignum á framfæri eða finna draumaeignina. „Húseigendur vilja allir að eign þeirra nái til sem flestra og leita því til okkar. Miklaborg er með stærsta framboð eigna á skrá og var fyrst til að bjóða upp á „innlit“ í eignir, þar sem hægt er að valsa um á netinu og skoða hvern krók og kima. Heimasíðan er alltaf vel uppfærð og aðgengileg og sölumenn leggja áherslu á að ná góðum tengslum við kaupendur til að ná enn betur að hjálpa þeim við að finna draumaeignina.“
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira