Mér líður ógeðslega illa en fæ ekki tíma hjá geðlækni fyrr en eftir hálft ár Ellen Calmon skrifar 10. maí 2012 06:00 Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun