Að spýta mórauðu Sighvatur Björgvinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun