Viðbrögð við verðbólgu Jón Steinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðanir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun