Mótið í Barein á áætlun þrátt fyrir mikil mótmæli Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 10:00 Formúlu 1-kappakstrinum í Barein hefur verið mótmælt markvisst á hverjum degi síðan á mánudag enda er mótið á vegum stjórnvalda þar í landi. nordicphotos/AFP Kappaksturinn í Barein fer fram um helgina í skugga gríðarlegra mótmæla og óeirða í landinu. Mótmælin hafa staðið í rúmt ár þar sem lýðurinn krefst almennra mannréttinda og frelsis. Forsvarsmenn formúlunnar hafa viðrað áhyggjur sínar um að mótmælendur muni nota kappaksturinn, og beina útsendingu frá mótsstað, til að koma kröfum sínum á framfæri alþjóðasamfélagsins. Á æfingum keppnisliða í gær dró Force India-liðið sig í hlé vegna óöryggis liðsmanna liðsins. Tveir starfsmenn liðsins þurftu að flýja landið á fimmtudag eftir að hafa lent í umferðaröngþveiti þar sem mótmælendur köstuðu að þeim eldsprengjum. Mótmælin í Barein eru afsprengi arabíska vorsins, hrinu mótmæla sem skók arabalönd vorið 2011. Kappakstrinum í Barein í fyrra var aflýst vegna gríðarlegra óeirða og því hefur mikil umræða skapast síðustu mánuði um hvort mótið í Barein eigi að fara fram í ár, enda ástandið litlu betra. Umræðan hefur aðallega reynt að meta umfang mótmælanna í samanburði við hvernig málin stóðu í fyrra, í stað þess að hafa lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi og aflýsa keppninni. „Ef við hættum við kappaksturinn erum við að færa mótmælendum sigurinn á silfurfati," lét krónprisinn Salman Al Khalifa hafa eftir sér en hann og Bernie Ecclestone hafa þróað með sér sérstaka vináttu síðan keppt var fyrst í Barein árið 2004. „Við erum að reyna að nota kappaksturinn sem tól til að sameina þjóðina og fá fólk til að vinna saman." Krónprinsinn sagðist meðvitaður um áhyggjur liðsmanna keppnisliðanna um að lenda í atviki eins og því sem starfsmenn Force India lentu í. Hann segist þó fullviss um að mótmælin snúi ekki að Formúlu 1. Breskir þingmenn hafa jafnframt skipt sér af málinu og hafa sumir meðal annars sagt að þeim finnist breskir ríkisborgarar ekki eiga að vera í Barein á ófriðartímum þar í landi. Stór þáttur í ákvörðun mótshaldara og stjórnenda formúlunnar eru peningar. Auglýsingatekjur af kappakstrinum í Barein árið 2010 voru hátt í 12 milljarðar íslenskra króna. Bandaríska sjónvarpstöðin CNN segir tekjutap auglýsenda, verði kappakstrinum aflýst, slaga hátt í 70 milljarða króna. Ecclestone vill því heldur að kappaksturinn fari fram en ekki þrátt fyrir gríðarlega pólitíska ólgu í landinu. Óeirðalögregla í landinu keppist nú við að kveða niður alla andspyrnu í landinu í aðdraganda mótsins í Barein. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í hádeginu á morgun. Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Kappaksturinn í Barein fer fram um helgina í skugga gríðarlegra mótmæla og óeirða í landinu. Mótmælin hafa staðið í rúmt ár þar sem lýðurinn krefst almennra mannréttinda og frelsis. Forsvarsmenn formúlunnar hafa viðrað áhyggjur sínar um að mótmælendur muni nota kappaksturinn, og beina útsendingu frá mótsstað, til að koma kröfum sínum á framfæri alþjóðasamfélagsins. Á æfingum keppnisliða í gær dró Force India-liðið sig í hlé vegna óöryggis liðsmanna liðsins. Tveir starfsmenn liðsins þurftu að flýja landið á fimmtudag eftir að hafa lent í umferðaröngþveiti þar sem mótmælendur köstuðu að þeim eldsprengjum. Mótmælin í Barein eru afsprengi arabíska vorsins, hrinu mótmæla sem skók arabalönd vorið 2011. Kappakstrinum í Barein í fyrra var aflýst vegna gríðarlegra óeirða og því hefur mikil umræða skapast síðustu mánuði um hvort mótið í Barein eigi að fara fram í ár, enda ástandið litlu betra. Umræðan hefur aðallega reynt að meta umfang mótmælanna í samanburði við hvernig málin stóðu í fyrra, í stað þess að hafa lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi og aflýsa keppninni. „Ef við hættum við kappaksturinn erum við að færa mótmælendum sigurinn á silfurfati," lét krónprisinn Salman Al Khalifa hafa eftir sér en hann og Bernie Ecclestone hafa þróað með sér sérstaka vináttu síðan keppt var fyrst í Barein árið 2004. „Við erum að reyna að nota kappaksturinn sem tól til að sameina þjóðina og fá fólk til að vinna saman." Krónprinsinn sagðist meðvitaður um áhyggjur liðsmanna keppnisliðanna um að lenda í atviki eins og því sem starfsmenn Force India lentu í. Hann segist þó fullviss um að mótmælin snúi ekki að Formúlu 1. Breskir þingmenn hafa jafnframt skipt sér af málinu og hafa sumir meðal annars sagt að þeim finnist breskir ríkisborgarar ekki eiga að vera í Barein á ófriðartímum þar í landi. Stór þáttur í ákvörðun mótshaldara og stjórnenda formúlunnar eru peningar. Auglýsingatekjur af kappakstrinum í Barein árið 2010 voru hátt í 12 milljarðar íslenskra króna. Bandaríska sjónvarpstöðin CNN segir tekjutap auglýsenda, verði kappakstrinum aflýst, slaga hátt í 70 milljarða króna. Ecclestone vill því heldur að kappaksturinn fari fram en ekki þrátt fyrir gríðarlega pólitíska ólgu í landinu. Óeirðalögregla í landinu keppist nú við að kveða niður alla andspyrnu í landinu í aðdraganda mótsins í Barein. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í hádeginu á morgun.
Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira