Mannréttindi heima og heiman Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Samkvæmt Íslenskri orðabók eru mannréttindi „tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum". Mannréttindahugtakið hefur þróast í margar aldir. Fyrst um sinn náði það einkum utan um borgaraleg réttindi hins frjálsa manns, en ekki hinna sem voru ófrjálsir eða ófrjálsar. Í dag þætti fjarstæðukennt hér á landi að ætla aðeins sumum að njóta kosningaréttar, en ekki þarf að líta nema hundrað ár aftur í tímann til að sjá allt annan veruleika.En hvernig er staða mannréttindahugtaksins á Íslandi í dag? Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina aðkomu íslenskra stjórnvalda að mannréttindamálum hér innanlands og utan og gera hana markvissari í framkvæmd. Mannréttindi skipa nú sérstakan sess í innanríkisráðuneytinu en snerta engu að síður starfsemi allra ráðuneyta, beint og óbeint. Velferðarráðuneytið fer þar með sérlega mikilvægt hlutverk, enda er aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu samofið mannréttindahugtakinu eins og það hefur þróast. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti eru einnig þýðingarmikil í þessu sambandi og eiga þessi ráðuneyti öll ómetanlegt samstarf um mannréttindamál. Á þetta ekki síst við um mótun landsáætlunar í mannréttindamálum sem nú stendur yfir en markmiðið með henni er að mannréttindasjónarmið eigi að vera undirstaða allrar stefnumörkunar í samfélaginu og í verkum stjórnvalda.Alþjóðlegt samstarf nauðyn Mannréttindi eru bæði innlent og alþjóðlegt viðfangsefni. Frá stofnun hafa Sameinuðu þjóðirnar sett mannréttindi í öndvegi, enda var ljóst eftir seinni heimstyrjöld að alþjóðleg samstaða yrði að ríkja um virðingu fyrir mannréttindum. Með Mannréttindasáttmála Evrópu, sem samþykktur var um miðja síðustu öld, tóku ríki álfunnar höndum saman í von um að tryggja frið, frelsi og mannréttindi. Starf Evrópuráðsins er hornsteinn mannréttindamála í Evrópu og hefur Ísland tekið þátt í starfi ráðsins frá árinu 1950. Mannréttindasáttmálar Evrópuráðsins hafi haft veigamikla þýðingu fyrir þróun mannréttinda á Íslandi og er nýlegasta dæmið samningur Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Fullgilding hans stendur nú fyrir dyrum hér á landi og í undirbúningi er átak til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Eftir hrun hefur dregið úr formlegri aðkomu Íslands að starfi Evrópuráðsins en það er álitamál hve lengi skuli svo búið um hnúta. Mannréttindastarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins er mikilvægasta alþjóðlega samstarf sem Ísland tekur þátt í, enda hefur það bein áhrif hér heima sem og utan landsteinanna.Athugasemdir mannréttindaráðs Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sátu íslensk stjórnvöld nýverið fyrir svörum í svonefndu Universal Periodic Review (UPR). Þetta er ný tilhögun á vettvangi mannréttindaráðs SÞ sem er ætlað að varpa ljósi á það sem vel er gert í framkvæmd mannréttindamála en einnig að vekja athygli á því sem betur mætti fara. Eins og heitið gefur til kynna er áhersla á að skoðunin fari fram á jafningjagrundvelli ríkja. Ríkin beina tilmælum hvert til annars en umfjöllunarefnið hverju sinni er ástand mannréttindamála í því ríki sem situr fyrir svörum, ekki þeirra ríkja sem leggja fram tillögur. Fyrirspurnir og tillögur annarra ríkja, sem settar voru fram í fyrirtöku Íslands, hafa verið aðgengilegar á vefsíðu mannréttindaráðsins um nokkurt skeið, auk þess sem gerð var grein fyrir þeim á vef innanríkisráðuneytisins og á opnum fundi í Hörpu þann 9. desember sl. Lokaskýrsla fyrirtektarinnar var tekin til samþykktar á fundi mannréttindaráðsins 15. mars sl. Íslensk stjórnvöld fengu fjölmargar jákvæðar athugasemdir í UPR-ferlinu og er litið til Íslands sem fyrirmyndar á sumum sviðum. Fulltrúar í mannréttindaráðinu veittu meðal annars athygli aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að vinna að jafnrétti kynjanna, aðgerðum gegn mansali og vændi, bættri löggjöf um hælisleitendur, auk þess sem Barnahúsinu var hrósað sérstaklega og stjórnvöld hvött til þess að vinna að útbreiðslu þess á alþjóðavettvangi svo eitthvað sé nefnt. Eftir skoðun sérfræðinga stjórnsýslunnar samþykktu íslensk stjórnvöld ríflega 67 af þeim 84 athugasemdum sem settar voru fram eða lýstu því yfir að þær væru þegar komnar til framkvæmda. Um 12 athugasemdir verða teknar til skoðunar og kannað hvort ástæða sé til að verða við þeim. Flestar athugasemdanna lutu að áhyggjum af stöðu útlendinga, kynbundnu ofbeldi og meðferð kynferðisbrota og heimilisofbeldismála, kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, jafnrétti kynjanna og fangelsismálum. Einnig voru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á laggirnar innlendri mannréttindastofnun í samræmi við alþjóðleg viðmið og undirgangast ýmsar mannréttindaskuldbindingar.Verk að vinna Það er okkar mat að Íslendingar hafi verk að vinna í mannréttindamálum, bæði heima og heiman. Í því skyni þarf að efla framlag Íslands á því sviði. Ábendingar erlendis frá tökum við alvarlega, útskýrum okkar málstað ef með þarf og færum hlutina til betri vegar eftir því sem við á. Ísland á í engu að vera eftirbátur annarra þjóða í mannréttindamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Ögmundur Jónasson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri orðabók eru mannréttindi „tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum". Mannréttindahugtakið hefur þróast í margar aldir. Fyrst um sinn náði það einkum utan um borgaraleg réttindi hins frjálsa manns, en ekki hinna sem voru ófrjálsir eða ófrjálsar. Í dag þætti fjarstæðukennt hér á landi að ætla aðeins sumum að njóta kosningaréttar, en ekki þarf að líta nema hundrað ár aftur í tímann til að sjá allt annan veruleika.En hvernig er staða mannréttindahugtaksins á Íslandi í dag? Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina aðkomu íslenskra stjórnvalda að mannréttindamálum hér innanlands og utan og gera hana markvissari í framkvæmd. Mannréttindi skipa nú sérstakan sess í innanríkisráðuneytinu en snerta engu að síður starfsemi allra ráðuneyta, beint og óbeint. Velferðarráðuneytið fer þar með sérlega mikilvægt hlutverk, enda er aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu samofið mannréttindahugtakinu eins og það hefur þróast. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti eru einnig þýðingarmikil í þessu sambandi og eiga þessi ráðuneyti öll ómetanlegt samstarf um mannréttindamál. Á þetta ekki síst við um mótun landsáætlunar í mannréttindamálum sem nú stendur yfir en markmiðið með henni er að mannréttindasjónarmið eigi að vera undirstaða allrar stefnumörkunar í samfélaginu og í verkum stjórnvalda.Alþjóðlegt samstarf nauðyn Mannréttindi eru bæði innlent og alþjóðlegt viðfangsefni. Frá stofnun hafa Sameinuðu þjóðirnar sett mannréttindi í öndvegi, enda var ljóst eftir seinni heimstyrjöld að alþjóðleg samstaða yrði að ríkja um virðingu fyrir mannréttindum. Með Mannréttindasáttmála Evrópu, sem samþykktur var um miðja síðustu öld, tóku ríki álfunnar höndum saman í von um að tryggja frið, frelsi og mannréttindi. Starf Evrópuráðsins er hornsteinn mannréttindamála í Evrópu og hefur Ísland tekið þátt í starfi ráðsins frá árinu 1950. Mannréttindasáttmálar Evrópuráðsins hafi haft veigamikla þýðingu fyrir þróun mannréttinda á Íslandi og er nýlegasta dæmið samningur Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Fullgilding hans stendur nú fyrir dyrum hér á landi og í undirbúningi er átak til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Eftir hrun hefur dregið úr formlegri aðkomu Íslands að starfi Evrópuráðsins en það er álitamál hve lengi skuli svo búið um hnúta. Mannréttindastarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins er mikilvægasta alþjóðlega samstarf sem Ísland tekur þátt í, enda hefur það bein áhrif hér heima sem og utan landsteinanna.Athugasemdir mannréttindaráðs Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sátu íslensk stjórnvöld nýverið fyrir svörum í svonefndu Universal Periodic Review (UPR). Þetta er ný tilhögun á vettvangi mannréttindaráðs SÞ sem er ætlað að varpa ljósi á það sem vel er gert í framkvæmd mannréttindamála en einnig að vekja athygli á því sem betur mætti fara. Eins og heitið gefur til kynna er áhersla á að skoðunin fari fram á jafningjagrundvelli ríkja. Ríkin beina tilmælum hvert til annars en umfjöllunarefnið hverju sinni er ástand mannréttindamála í því ríki sem situr fyrir svörum, ekki þeirra ríkja sem leggja fram tillögur. Fyrirspurnir og tillögur annarra ríkja, sem settar voru fram í fyrirtöku Íslands, hafa verið aðgengilegar á vefsíðu mannréttindaráðsins um nokkurt skeið, auk þess sem gerð var grein fyrir þeim á vef innanríkisráðuneytisins og á opnum fundi í Hörpu þann 9. desember sl. Lokaskýrsla fyrirtektarinnar var tekin til samþykktar á fundi mannréttindaráðsins 15. mars sl. Íslensk stjórnvöld fengu fjölmargar jákvæðar athugasemdir í UPR-ferlinu og er litið til Íslands sem fyrirmyndar á sumum sviðum. Fulltrúar í mannréttindaráðinu veittu meðal annars athygli aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að vinna að jafnrétti kynjanna, aðgerðum gegn mansali og vændi, bættri löggjöf um hælisleitendur, auk þess sem Barnahúsinu var hrósað sérstaklega og stjórnvöld hvött til þess að vinna að útbreiðslu þess á alþjóðavettvangi svo eitthvað sé nefnt. Eftir skoðun sérfræðinga stjórnsýslunnar samþykktu íslensk stjórnvöld ríflega 67 af þeim 84 athugasemdum sem settar voru fram eða lýstu því yfir að þær væru þegar komnar til framkvæmda. Um 12 athugasemdir verða teknar til skoðunar og kannað hvort ástæða sé til að verða við þeim. Flestar athugasemdanna lutu að áhyggjum af stöðu útlendinga, kynbundnu ofbeldi og meðferð kynferðisbrota og heimilisofbeldismála, kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, jafnrétti kynjanna og fangelsismálum. Einnig voru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á laggirnar innlendri mannréttindastofnun í samræmi við alþjóðleg viðmið og undirgangast ýmsar mannréttindaskuldbindingar.Verk að vinna Það er okkar mat að Íslendingar hafi verk að vinna í mannréttindamálum, bæði heima og heiman. Í því skyni þarf að efla framlag Íslands á því sviði. Ábendingar erlendis frá tökum við alvarlega, útskýrum okkar málstað ef með þarf og færum hlutina til betri vegar eftir því sem við á. Ísland á í engu að vera eftirbátur annarra þjóða í mannréttindamálum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun