Flaggskip þjóðkirkjunnar Sigurður Árni Þórðarson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfsfólk tel ég að mikilvægasta verkefnið varði æsku þjóðarinnar. Heilbrigð kirkja þjónar fólki. Þjóðkirkjan á að leggja sérstaka rækt við framtíðarfólkið, börn og unglinga, og þjóna barnafjölskyldum vel. Sem barn naut ég þeirra forréttinda að alast upp í barnvænu trúarumhverfi kirkjunnar. Þjónusta mín við kirkju Krists í landinu á rætur í þeirri sáningu og umönnun, sem ég naut í æsku. Ég á sjálfur ung börn og uppeldismál eru mér því áhugaefni og daglegt viðfangsefni. Við upphaf 21. aldar er trúaruppeldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjárfesting kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi. Æskulýðsstarf kirkjunnar er grunnþjónusta, sem á að vera í boði í öllum sóknum. Aðstæður eru ólíkar og söfnuðir í dreifbýli og þéttbýli hafa ólíkar þarfir. Þess vegna skiptir höfuðmáli að greina þarfir sóknanna á landsvísu og byggja upp frá grasrótinni glaða og ríka kirkju. Uppbygging í barna- og unglingastarfi hefur margfeldisáhrif því á bak við hvert glatt barn í kirkjustarfi eru ánægðar fjölskyldur. Kirkjan þarf að tryggja faglegt umhverfi fyrir barna- og æskulýðsstarf. Það verður aðeins gert með fagmenntuðu fólki, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfinu. Á landsbyggðinni sinna sóknarprestar barna- og unglingastarfi og þeim þarf að tryggja aðgang að kennsluefni og faglegu baklandi til að sinna unga fólkinu sem best. Nýta þarf samstarfssvæði safnaða þar sem margar sóknir starfa saman líkt og nýtt átaksverkefni í æskulýðsmálum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er vísir að. Þar verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf til að styðja minni söfnuði í prófastsdæminu við uppbyggingu æskulýðstarfs. Þá þarf að tryggja aðgang ungs fólks að leiðtogaþjálfun. Samstarf er lykillinn að árangri. Með því að færa efnisgerð og forystu um einstaka þætti æskulýðsstarfs út til safnaðanna nýtist mannauður kirkjunnar til fulls. Þannig gætu sóknir, sem skara fram úr á einstökum sviðum, fengið fjárveitingu til að leiða þann málaflokk í ákveðinn tíma og orðið „móðurkirkjur“ þess starfs. Með því að færa verkefni út í söfnuðina má nýta sérþekkingu þeirra í þágu heildarinnar. Hlutverk biskupsstofu verður síðan að miðla því efni, sem til verður og samþætta samstarf safnaðanna. Barna- og æskulýðsstarf er flaggskip kirkjunnar og ætti að vera forgangsverkefni á komandi árum. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar og starf í þess þágu kallar fjölskyldur í landinu til liðs við kirkjuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfsfólk tel ég að mikilvægasta verkefnið varði æsku þjóðarinnar. Heilbrigð kirkja þjónar fólki. Þjóðkirkjan á að leggja sérstaka rækt við framtíðarfólkið, börn og unglinga, og þjóna barnafjölskyldum vel. Sem barn naut ég þeirra forréttinda að alast upp í barnvænu trúarumhverfi kirkjunnar. Þjónusta mín við kirkju Krists í landinu á rætur í þeirri sáningu og umönnun, sem ég naut í æsku. Ég á sjálfur ung börn og uppeldismál eru mér því áhugaefni og daglegt viðfangsefni. Við upphaf 21. aldar er trúaruppeldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjárfesting kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi. Æskulýðsstarf kirkjunnar er grunnþjónusta, sem á að vera í boði í öllum sóknum. Aðstæður eru ólíkar og söfnuðir í dreifbýli og þéttbýli hafa ólíkar þarfir. Þess vegna skiptir höfuðmáli að greina þarfir sóknanna á landsvísu og byggja upp frá grasrótinni glaða og ríka kirkju. Uppbygging í barna- og unglingastarfi hefur margfeldisáhrif því á bak við hvert glatt barn í kirkjustarfi eru ánægðar fjölskyldur. Kirkjan þarf að tryggja faglegt umhverfi fyrir barna- og æskulýðsstarf. Það verður aðeins gert með fagmenntuðu fólki, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfinu. Á landsbyggðinni sinna sóknarprestar barna- og unglingastarfi og þeim þarf að tryggja aðgang að kennsluefni og faglegu baklandi til að sinna unga fólkinu sem best. Nýta þarf samstarfssvæði safnaða þar sem margar sóknir starfa saman líkt og nýtt átaksverkefni í æskulýðsmálum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er vísir að. Þar verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf til að styðja minni söfnuði í prófastsdæminu við uppbyggingu æskulýðstarfs. Þá þarf að tryggja aðgang ungs fólks að leiðtogaþjálfun. Samstarf er lykillinn að árangri. Með því að færa efnisgerð og forystu um einstaka þætti æskulýðsstarfs út til safnaðanna nýtist mannauður kirkjunnar til fulls. Þannig gætu sóknir, sem skara fram úr á einstökum sviðum, fengið fjárveitingu til að leiða þann málaflokk í ákveðinn tíma og orðið „móðurkirkjur“ þess starfs. Með því að færa verkefni út í söfnuðina má nýta sérþekkingu þeirra í þágu heildarinnar. Hlutverk biskupsstofu verður síðan að miðla því efni, sem til verður og samþætta samstarf safnaðanna. Barna- og æskulýðsstarf er flaggskip kirkjunnar og ætti að vera forgangsverkefni á komandi árum. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar og starf í þess þágu kallar fjölskyldur í landinu til liðs við kirkjuna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun