Til varnar forsætisráðherra 28. mars 2012 09:00 Þó ég hafi sjálf aldrei hætt mér út á hinn pólitíska vígvöll hef ég fylgst með stjórnmálum frá því ég hafði þroska til. Svo langt man ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, full réttlætis til jöfnunar í þjóðfélaginu. Allar götur síðan hef ég fylgst með störfum Jóhönnu og tel að hún hafi aldrei misst sjónar af hugsjón sinni. Því fannst mér sárt að heyra í fréttum að hún nyti aðeins trausts átján prósenta þjóðarinnar. Jóhanna var kosin til að varða veg þjóðarinnar eftir mikið áfall. Hvort allar hennar ákvarðanir hafa verið réttar get ég ekki dæmt um. Hins vegar er ég sannfærð um að þær hafa verið teknar samkvæmt bestu samvisku, miðað við aðstæður. Löng reynsla hefur sýnt að Jóhanna selur ekki sálu sína né heldur lætur hún fals eða fagurgala villa sér sýn. Allir þeir sem staðið hafa andspænis persónulegum harmleik í lífi sínu vita að það tekur ár, áratugi eða jafnvel allt lífið að vinna sig frá áfallinu. Hrunið var stórt áfall fyrir þjóðina og spillingin sem því olli er þjóðarböl sem þarf að uppræta. Það er einmitt sú sýn sem Jóhanna hefur að leiðarljósi þó misjafnlega hafi gengið. Eftir þann tryllta dans sem stiginn var skal enginn efa að tíma muni taka að komast á réttan kjöl og að ýmsir munu bera sár sem seint eða aldrei gróa. Ef við ætlum að rísa upp sem ærleg þjóð skulum við styðja þann leiðtoga sem valinn var til að varða veginn í stað þess að rakka störf hans niður við hvert tækifæri. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að land rísi sama hvar í flokki við stöndum. Ef við bregðumst í samstöðunni munum við öll tapa. Það viljum við ekki að gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þó ég hafi sjálf aldrei hætt mér út á hinn pólitíska vígvöll hef ég fylgst með stjórnmálum frá því ég hafði þroska til. Svo langt man ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, full réttlætis til jöfnunar í þjóðfélaginu. Allar götur síðan hef ég fylgst með störfum Jóhönnu og tel að hún hafi aldrei misst sjónar af hugsjón sinni. Því fannst mér sárt að heyra í fréttum að hún nyti aðeins trausts átján prósenta þjóðarinnar. Jóhanna var kosin til að varða veg þjóðarinnar eftir mikið áfall. Hvort allar hennar ákvarðanir hafa verið réttar get ég ekki dæmt um. Hins vegar er ég sannfærð um að þær hafa verið teknar samkvæmt bestu samvisku, miðað við aðstæður. Löng reynsla hefur sýnt að Jóhanna selur ekki sálu sína né heldur lætur hún fals eða fagurgala villa sér sýn. Allir þeir sem staðið hafa andspænis persónulegum harmleik í lífi sínu vita að það tekur ár, áratugi eða jafnvel allt lífið að vinna sig frá áfallinu. Hrunið var stórt áfall fyrir þjóðina og spillingin sem því olli er þjóðarböl sem þarf að uppræta. Það er einmitt sú sýn sem Jóhanna hefur að leiðarljósi þó misjafnlega hafi gengið. Eftir þann tryllta dans sem stiginn var skal enginn efa að tíma muni taka að komast á réttan kjöl og að ýmsir munu bera sár sem seint eða aldrei gróa. Ef við ætlum að rísa upp sem ærleg þjóð skulum við styðja þann leiðtoga sem valinn var til að varða veginn í stað þess að rakka störf hans niður við hvert tækifæri. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að land rísi sama hvar í flokki við stöndum. Ef við bregðumst í samstöðunni munum við öll tapa. Það viljum við ekki að gerist.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar