Til varnar forsætisráðherra 28. mars 2012 09:00 Þó ég hafi sjálf aldrei hætt mér út á hinn pólitíska vígvöll hef ég fylgst með stjórnmálum frá því ég hafði þroska til. Svo langt man ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, full réttlætis til jöfnunar í þjóðfélaginu. Allar götur síðan hef ég fylgst með störfum Jóhönnu og tel að hún hafi aldrei misst sjónar af hugsjón sinni. Því fannst mér sárt að heyra í fréttum að hún nyti aðeins trausts átján prósenta þjóðarinnar. Jóhanna var kosin til að varða veg þjóðarinnar eftir mikið áfall. Hvort allar hennar ákvarðanir hafa verið réttar get ég ekki dæmt um. Hins vegar er ég sannfærð um að þær hafa verið teknar samkvæmt bestu samvisku, miðað við aðstæður. Löng reynsla hefur sýnt að Jóhanna selur ekki sálu sína né heldur lætur hún fals eða fagurgala villa sér sýn. Allir þeir sem staðið hafa andspænis persónulegum harmleik í lífi sínu vita að það tekur ár, áratugi eða jafnvel allt lífið að vinna sig frá áfallinu. Hrunið var stórt áfall fyrir þjóðina og spillingin sem því olli er þjóðarböl sem þarf að uppræta. Það er einmitt sú sýn sem Jóhanna hefur að leiðarljósi þó misjafnlega hafi gengið. Eftir þann tryllta dans sem stiginn var skal enginn efa að tíma muni taka að komast á réttan kjöl og að ýmsir munu bera sár sem seint eða aldrei gróa. Ef við ætlum að rísa upp sem ærleg þjóð skulum við styðja þann leiðtoga sem valinn var til að varða veginn í stað þess að rakka störf hans niður við hvert tækifæri. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að land rísi sama hvar í flokki við stöndum. Ef við bregðumst í samstöðunni munum við öll tapa. Það viljum við ekki að gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þó ég hafi sjálf aldrei hætt mér út á hinn pólitíska vígvöll hef ég fylgst með stjórnmálum frá því ég hafði þroska til. Svo langt man ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, full réttlætis til jöfnunar í þjóðfélaginu. Allar götur síðan hef ég fylgst með störfum Jóhönnu og tel að hún hafi aldrei misst sjónar af hugsjón sinni. Því fannst mér sárt að heyra í fréttum að hún nyti aðeins trausts átján prósenta þjóðarinnar. Jóhanna var kosin til að varða veg þjóðarinnar eftir mikið áfall. Hvort allar hennar ákvarðanir hafa verið réttar get ég ekki dæmt um. Hins vegar er ég sannfærð um að þær hafa verið teknar samkvæmt bestu samvisku, miðað við aðstæður. Löng reynsla hefur sýnt að Jóhanna selur ekki sálu sína né heldur lætur hún fals eða fagurgala villa sér sýn. Allir þeir sem staðið hafa andspænis persónulegum harmleik í lífi sínu vita að það tekur ár, áratugi eða jafnvel allt lífið að vinna sig frá áfallinu. Hrunið var stórt áfall fyrir þjóðina og spillingin sem því olli er þjóðarböl sem þarf að uppræta. Það er einmitt sú sýn sem Jóhanna hefur að leiðarljósi þó misjafnlega hafi gengið. Eftir þann tryllta dans sem stiginn var skal enginn efa að tíma muni taka að komast á réttan kjöl og að ýmsir munu bera sár sem seint eða aldrei gróa. Ef við ætlum að rísa upp sem ærleg þjóð skulum við styðja þann leiðtoga sem valinn var til að varða veginn í stað þess að rakka störf hans niður við hvert tækifæri. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að land rísi sama hvar í flokki við stöndum. Ef við bregðumst í samstöðunni munum við öll tapa. Það viljum við ekki að gerist.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar