Þráhyggja sjálfstæðismanna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2012 06:00 Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun