Þagnarmúrinn rofinn Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun