Fréttir DV Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vafningsmálið Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun