Heillandi möguleikar 10. mars 2012 12:30 Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu. Fjölþætt reynsla í kirkjustarfiÉg hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði ég átaki þjóðkirkjunnar í safnaðaruppbyggingu og var verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Þá mótaði ég og leiddi samkirkjustarf á Íslandi og erlendis. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég þjónað sem prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykjavík. Ég hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál og unnið í hljóðvarpi. Ég hef áhuga á nútímamiðlun, skrifa reglulega um trú og menningarmál í tímarit og blöð og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ og lauk meistara- og doktorsnámi frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð mín, Limits and Life, fjallar um myndmál í trúarhefð Íslendinga og sýnir tvær ólíkar víddir íslenskrar trúarsögu. Menn geta brugðist við kreppum með ábyrgð eða lagt á flótta. Íslensk trúarhefð hvetur til ábyrgðar, sem ég axla, prédika og túlka. Í þágu fólks í kirkju, á götum og torgumÉg virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir vekja, ögra trú og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan á ekki að einangrast, heldur vera og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum. Ræða trúarinnar á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og þjónustu við menn. Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu þrjú:Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar. Í annan stað að beita mér fyrir að söfnuðir þjóðkirkjunnar fái sóknargjöld sín með góðum skilum. Þau ættu að hækka meira en þriðjung. Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel. Ég tel að ást mín á kirkjunni, mannvirðing, menntun, persónueigindir og staðfesta geri mér fært að vinna vel að verkefnum þjóðkirkju á tímamótum. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu. Fjölþætt reynsla í kirkjustarfiÉg hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði ég átaki þjóðkirkjunnar í safnaðaruppbyggingu og var verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Þá mótaði ég og leiddi samkirkjustarf á Íslandi og erlendis. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég þjónað sem prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykjavík. Ég hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál og unnið í hljóðvarpi. Ég hef áhuga á nútímamiðlun, skrifa reglulega um trú og menningarmál í tímarit og blöð og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ og lauk meistara- og doktorsnámi frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð mín, Limits and Life, fjallar um myndmál í trúarhefð Íslendinga og sýnir tvær ólíkar víddir íslenskrar trúarsögu. Menn geta brugðist við kreppum með ábyrgð eða lagt á flótta. Íslensk trúarhefð hvetur til ábyrgðar, sem ég axla, prédika og túlka. Í þágu fólks í kirkju, á götum og torgumÉg virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir vekja, ögra trú og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan á ekki að einangrast, heldur vera og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum. Ræða trúarinnar á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og þjónustu við menn. Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu þrjú:Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar. Í annan stað að beita mér fyrir að söfnuðir þjóðkirkjunnar fái sóknargjöld sín með góðum skilum. Þau ættu að hækka meira en þriðjung. Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel. Ég tel að ást mín á kirkjunni, mannvirðing, menntun, persónueigindir og staðfesta geri mér fært að vinna vel að verkefnum þjóðkirkju á tímamótum. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar