Hreinræktuð hasarmynd Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2012 11:00 Bíó. Haywire. Leikstjórn: Steven Soderbergh. Leikarar: Gina Carano, Michael Fassbender, Ewan McGregor, Bill Paxton, Channing Tatum, Antonio Banderas, Michael Douglas. Hin grjótharða Mallory Kane lendir í blóðugum átökum á kaffihúsi en nær að yfirbuga árásarmanninn. Hún flýr af vettvangi með viðskiptavini kaffihússins sem hafði komið henni til aðstoðar í slagsmálunum, tekur bifreið hans tímabundnu eignarnámi, og segir honum alla sólarsöguna á bak við það sem gerðist. Hún starfar hjá leynilegu fyrirtæki sem tekur að sér allskonar pólitísk skítadjobb fyrir yfirvöld, en nú vill spilltur yfirmaður hana feiga og hefur fjölmarga útsendara á sínum vegum sem Kane þarf að kljást við. Haywire er fyrsta hreinræktaða hasarmynd leikstjórans Steven Soderbergh, en hann hefur lengi átt það til að hoppa á milli kvikmyndategunda eins og ekkert sé. Hasarinn fer honum vel og útkoman er þrælspennandi og ofsafengin. Slagsmálasenurnar eru magnaðar enda er aðalleikkonan, Gina Carano, mikil bardagalistakona og hefur oftast betur gegn misfærum ofbeldismönnum. Soderbergh kvikmyndar sjálf slagsmálin í stað þess að púsla þeim saman eftirá með leifturklippingu. Fyrir vikið verða atriðin því bæði trúverðugri og tilkomumeiri. Sagan er einföld og í sjálfu sér lítið merkileg. Carano er sæmileg leikkona og það sem upp á vantar bætir hún fyrir með sjarma sínum og fimi. Til allrar hamingju upphefur myndin þessa kosti hennar í stað þess að fara ódýru og algengu leiðina, þar sem kvenkyns harðhausar eru aðlagaðir kynórum óreyndra unglingspilta. Hún fær samt alveg að vera töffari, og lítur út fyrir að geta tekið gamla sleða á borð við Jean-Claude Van Damme í bóndabeygju. Aðrir leikarar skila sínu og sérstaklega hafði ég gaman af Bill gamla Paxton í hlutverki föður aðalpersónunnar. Hasarmyndin virðist eftir allt saman enn eiga sér viðreisnar von. Það er óskandi að Soderbergh finni sig frekar í þessu en að segja alfarið skilið við kvikmyndagerð, eins og hann hefur sagst ætla að gera. Það væri mikil synd. Niðurstaða: Haywire er vissulega formúlumynd en framsetningin lyftir henni upp fyrir meðalmennskuna. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Haywire. Leikstjórn: Steven Soderbergh. Leikarar: Gina Carano, Michael Fassbender, Ewan McGregor, Bill Paxton, Channing Tatum, Antonio Banderas, Michael Douglas. Hin grjótharða Mallory Kane lendir í blóðugum átökum á kaffihúsi en nær að yfirbuga árásarmanninn. Hún flýr af vettvangi með viðskiptavini kaffihússins sem hafði komið henni til aðstoðar í slagsmálunum, tekur bifreið hans tímabundnu eignarnámi, og segir honum alla sólarsöguna á bak við það sem gerðist. Hún starfar hjá leynilegu fyrirtæki sem tekur að sér allskonar pólitísk skítadjobb fyrir yfirvöld, en nú vill spilltur yfirmaður hana feiga og hefur fjölmarga útsendara á sínum vegum sem Kane þarf að kljást við. Haywire er fyrsta hreinræktaða hasarmynd leikstjórans Steven Soderbergh, en hann hefur lengi átt það til að hoppa á milli kvikmyndategunda eins og ekkert sé. Hasarinn fer honum vel og útkoman er þrælspennandi og ofsafengin. Slagsmálasenurnar eru magnaðar enda er aðalleikkonan, Gina Carano, mikil bardagalistakona og hefur oftast betur gegn misfærum ofbeldismönnum. Soderbergh kvikmyndar sjálf slagsmálin í stað þess að púsla þeim saman eftirá með leifturklippingu. Fyrir vikið verða atriðin því bæði trúverðugri og tilkomumeiri. Sagan er einföld og í sjálfu sér lítið merkileg. Carano er sæmileg leikkona og það sem upp á vantar bætir hún fyrir með sjarma sínum og fimi. Til allrar hamingju upphefur myndin þessa kosti hennar í stað þess að fara ódýru og algengu leiðina, þar sem kvenkyns harðhausar eru aðlagaðir kynórum óreyndra unglingspilta. Hún fær samt alveg að vera töffari, og lítur út fyrir að geta tekið gamla sleða á borð við Jean-Claude Van Damme í bóndabeygju. Aðrir leikarar skila sínu og sérstaklega hafði ég gaman af Bill gamla Paxton í hlutverki föður aðalpersónunnar. Hasarmyndin virðist eftir allt saman enn eiga sér viðreisnar von. Það er óskandi að Soderbergh finni sig frekar í þessu en að segja alfarið skilið við kvikmyndagerð, eins og hann hefur sagst ætla að gera. Það væri mikil synd. Niðurstaða: Haywire er vissulega formúlumynd en framsetningin lyftir henni upp fyrir meðalmennskuna.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira