Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Afleiðingarnar eru öryggisleysi og skömm, sem því miður fylgir enn þolendum kynferðisbrota en ætti með réttu aðeins heima hjá þeim sem ofbeldinu beita. Brotin fela í sér grófustu tegund mannréttindabrota sem ekki má láta kyrr liggja. Sem betur fer hefur þagnarmúrinn kringum þessa glæpi hrunið smátt og smátt á síðustu áratugum. Það er þó ekki nóg að þolendur geti sagt frá, heldur verður samfélagið að vera vel vopnað í baráttunni gegn þessum hroðaverkum. Sögulegur samningurHlutur Íslands má ekki liggja eftir í að uppræta ofbeldi gegn börnum. Fyrir skömmu lögðum við því fram tillögu á Alþingi þar sem lagt var til að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun og um leið frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins. Samningurinn, sem kenndur er við Lanzarote, var gerður árið 2007. Tilgangurinn með honum er þríþættur: Í fyrsta lagi er markmiðið að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í öðru lagi að vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðast en ekki síst er ætlunin að efla samstarf í baráttunni gegn kynferðislegum glæpum gegn börnum hjá hverri þjóð og á alþjóðavettvangi. Samningurinn er mjög yfirgripsmikill og markar tímamót. Með honum bindast ríki böndum í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum en sú barátta getur ekki verið bundin við landamæri. Ekki er þó einvörðungu kveðið á um hvaða háttsemi skuli teljast refsiverð heldur fjallar samningurinn einnig um forvarnir, stuðning fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og meðferð kynferðisbrotamanna. Ofbeldi um spjallrásirSamningurinn leggur þannig til leiðir til þess að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í hefðbundnum skilningi en einnig gegn barnavændi, barnaklámi og ferðaþjónustu sem beinist að kynferðislegri misnotkun barna. Hann skapar enn fremur grundvöll til að sporna við því þegar fullorðnir einstaklingar falast af ásettu ráði eftir börnum t.d. á spjallrásum í kynferðislegum tilgangi eða láta börn vísvitandi verða vitni að kynferðislegri misnotkun eða kynferðislegum athöfnum. Samningurinn er hinn fyrsti þar sem sett er fram krafa um að sett verði í refsilög ákvæði gegn misnotkun barna í ýmsum myndum, þ.m.t. þegar slík misnotkun á sér stað inni á heimili barns eða innan fjölskyldu þess. Hann leggur áherslu á forvarnir og að menn, sem óttast að þeir geti framið eitthvert þeirra brota sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningnum, geti leitað sér aðstoðar til þess að koma í veg fyrir það. Sú skylda er lögð á herðar aðildarríkjanna að standa að vitundarvakningu um réttindi barna og hvað bendi til þess að barn geti verið þolandi ofbeldis. Jafnframt gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir börnin sjálf. Refsilögsaga nær til útlandaSamningurinn hefur enn fremur að geyma ákvæði varðandi nýja tegund ofbeldis eins og kynferðislega misneytingu og misnotkun barna fyrir tilstilli upplýsinga- og samskiptatækni en því hafa aðrir alþjóðasamningar ekki tekið á. Hann tekur einnig á framsækinn hátt á því ógnvænlega vandamáli sem ferðaþjónusta tengd misnotkun barna er með því að kveða á um að hver samningsaðili skuli fella undir refsilögsögu sína öll brot sem framin eru erlendis af ríkisborgara hans, eða einstaklingi sem hefur fasta búsetu á yfirráðasvæði hans – jafnvel þótt brotið sé ekki refsivert samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið er framið. Það er mjög brýnt að lagarammi ríkja sé þannig gerður að hann veiti börnum eins ríka vernd og hugsanlega er unnt. Í því tilliti getur alþjóðasamstarf haft veigamikil áhrif. Samningurinn sem hér um ræðir sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Afleiðingarnar eru öryggisleysi og skömm, sem því miður fylgir enn þolendum kynferðisbrota en ætti með réttu aðeins heima hjá þeim sem ofbeldinu beita. Brotin fela í sér grófustu tegund mannréttindabrota sem ekki má láta kyrr liggja. Sem betur fer hefur þagnarmúrinn kringum þessa glæpi hrunið smátt og smátt á síðustu áratugum. Það er þó ekki nóg að þolendur geti sagt frá, heldur verður samfélagið að vera vel vopnað í baráttunni gegn þessum hroðaverkum. Sögulegur samningurHlutur Íslands má ekki liggja eftir í að uppræta ofbeldi gegn börnum. Fyrir skömmu lögðum við því fram tillögu á Alþingi þar sem lagt var til að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun og um leið frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins. Samningurinn, sem kenndur er við Lanzarote, var gerður árið 2007. Tilgangurinn með honum er þríþættur: Í fyrsta lagi er markmiðið að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í öðru lagi að vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðast en ekki síst er ætlunin að efla samstarf í baráttunni gegn kynferðislegum glæpum gegn börnum hjá hverri þjóð og á alþjóðavettvangi. Samningurinn er mjög yfirgripsmikill og markar tímamót. Með honum bindast ríki böndum í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum en sú barátta getur ekki verið bundin við landamæri. Ekki er þó einvörðungu kveðið á um hvaða háttsemi skuli teljast refsiverð heldur fjallar samningurinn einnig um forvarnir, stuðning fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og meðferð kynferðisbrotamanna. Ofbeldi um spjallrásirSamningurinn leggur þannig til leiðir til þess að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í hefðbundnum skilningi en einnig gegn barnavændi, barnaklámi og ferðaþjónustu sem beinist að kynferðislegri misnotkun barna. Hann skapar enn fremur grundvöll til að sporna við því þegar fullorðnir einstaklingar falast af ásettu ráði eftir börnum t.d. á spjallrásum í kynferðislegum tilgangi eða láta börn vísvitandi verða vitni að kynferðislegri misnotkun eða kynferðislegum athöfnum. Samningurinn er hinn fyrsti þar sem sett er fram krafa um að sett verði í refsilög ákvæði gegn misnotkun barna í ýmsum myndum, þ.m.t. þegar slík misnotkun á sér stað inni á heimili barns eða innan fjölskyldu þess. Hann leggur áherslu á forvarnir og að menn, sem óttast að þeir geti framið eitthvert þeirra brota sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningnum, geti leitað sér aðstoðar til þess að koma í veg fyrir það. Sú skylda er lögð á herðar aðildarríkjanna að standa að vitundarvakningu um réttindi barna og hvað bendi til þess að barn geti verið þolandi ofbeldis. Jafnframt gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir börnin sjálf. Refsilögsaga nær til útlandaSamningurinn hefur enn fremur að geyma ákvæði varðandi nýja tegund ofbeldis eins og kynferðislega misneytingu og misnotkun barna fyrir tilstilli upplýsinga- og samskiptatækni en því hafa aðrir alþjóðasamningar ekki tekið á. Hann tekur einnig á framsækinn hátt á því ógnvænlega vandamáli sem ferðaþjónusta tengd misnotkun barna er með því að kveða á um að hver samningsaðili skuli fella undir refsilögsögu sína öll brot sem framin eru erlendis af ríkisborgara hans, eða einstaklingi sem hefur fasta búsetu á yfirráðasvæði hans – jafnvel þótt brotið sé ekki refsivert samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið er framið. Það er mjög brýnt að lagarammi ríkja sé þannig gerður að hann veiti börnum eins ríka vernd og hugsanlega er unnt. Í því tilliti getur alþjóðasamstarf haft veigamikil áhrif. Samningurinn sem hér um ræðir sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun