Skáldskapur og veruleiki Páll Valsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00 Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst.
Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar