Skáldskapur og veruleiki Páll Valsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst.
Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar