Kia Rio sópar að sér verðlaunum 11. janúar 2012 16:00 Kia Rio er í boði með þremur eyðslugrönnum og umhverfisvænum vélum sem skila bílnum í lágan vörugjaldsflokk og tryggja þar af leiðandi betra verð. „Dísilvélarnar eru 1,1 og 1,4 lítra og bensínvélin er 1,4 lítra og verður sá bíll fáanlegur sjálfskiptur. Með 1,1 lítra dísilvélinni eyðir Kia Rio aðeins 3,2 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Bíllinn skilar 75 hestöflum og koltvísýringslosunin er aðeins 85 g/km. Kia Rio er því mjög hagkvæmur og umhverfisvænn og setur raunar ný viðmið hvað þetta tvennt varðar miðað við að hann er ekki knúinn öðrum aflgjöfum,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Hann bætir við að með stærri dísilvélinni sé bíllinn mjög kraftmikill, togið feikigott og bíllinn mjög skemmtilegur og sportlegur í akstri. „Bensínvélin er einnig óvenju umhverfisholl og eyðslugrönn. Hún skilar 107 hestöflum og mengar 124 g/km sem er einnig góður árangur í markmiðum KIA að framleiða bíla með sem lægstum CO2 útblæstri,“ segir Þorgeir.Hagkvæmur og ríkulega búinn bíll Nýr Kia Rio er mjög mikið breyttur í hönnun og aksturseiginleikum miðað við forverann. Heildarútlitið er sérlega vel heppnað með rennilegum hliðum og rísandi línu aftur eftir bílnum sem gefur honum mjög sportlegt yfirbragð. Stórt loftinntakið að framan er auk þess mjög flott og sportlegt sem og nett og ávöl afturrúðan. Innrýmið er einnig mjög vel hannað og vandað. Kia Rio er mjög rúmgóður miðað við bíl í B-stærðarflokki. Plássið er prýðilegt bæði fyrir ökumann og farþega og skottið er rúmgott eða alls 288 lítrar. „Kia býður 7 ára verksmiðjuábyrgð á öllum bílum sínum og er eini bílaframleiðandinn sem býður svo langa ábyrgð sem gerir öryggi kaupandans mun meira og endursöluverðið hærra þar sem ábyrgðin færist á milli eigenda,“ segir Þorgeir. Grunnverð á nýjum Kia Rio er 2.497.777 kr. Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Kia Rio er í boði með þremur eyðslugrönnum og umhverfisvænum vélum sem skila bílnum í lágan vörugjaldsflokk og tryggja þar af leiðandi betra verð. „Dísilvélarnar eru 1,1 og 1,4 lítra og bensínvélin er 1,4 lítra og verður sá bíll fáanlegur sjálfskiptur. Með 1,1 lítra dísilvélinni eyðir Kia Rio aðeins 3,2 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Bíllinn skilar 75 hestöflum og koltvísýringslosunin er aðeins 85 g/km. Kia Rio er því mjög hagkvæmur og umhverfisvænn og setur raunar ný viðmið hvað þetta tvennt varðar miðað við að hann er ekki knúinn öðrum aflgjöfum,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Hann bætir við að með stærri dísilvélinni sé bíllinn mjög kraftmikill, togið feikigott og bíllinn mjög skemmtilegur og sportlegur í akstri. „Bensínvélin er einnig óvenju umhverfisholl og eyðslugrönn. Hún skilar 107 hestöflum og mengar 124 g/km sem er einnig góður árangur í markmiðum KIA að framleiða bíla með sem lægstum CO2 útblæstri,“ segir Þorgeir.Hagkvæmur og ríkulega búinn bíll Nýr Kia Rio er mjög mikið breyttur í hönnun og aksturseiginleikum miðað við forverann. Heildarútlitið er sérlega vel heppnað með rennilegum hliðum og rísandi línu aftur eftir bílnum sem gefur honum mjög sportlegt yfirbragð. Stórt loftinntakið að framan er auk þess mjög flott og sportlegt sem og nett og ávöl afturrúðan. Innrýmið er einnig mjög vel hannað og vandað. Kia Rio er mjög rúmgóður miðað við bíl í B-stærðarflokki. Plássið er prýðilegt bæði fyrir ökumann og farþega og skottið er rúmgott eða alls 288 lítrar. „Kia býður 7 ára verksmiðjuábyrgð á öllum bílum sínum og er eini bílaframleiðandinn sem býður svo langa ábyrgð sem gerir öryggi kaupandans mun meira og endursöluverðið hærra þar sem ábyrgðin færist á milli eigenda,“ segir Þorgeir. Grunnverð á nýjum Kia Rio er 2.497.777 kr.
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira