Íþróttir skipta okkur öll máli Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. janúar 2012 06:00 Á nýju ári fagnar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands aldarafmæli sínu. Að baki sambandinu standa um 150 þúsund félagar, þar af um 85 þúsund iðkendur. Íþróttir hafa mikla þýðingu í samfélaginu hvort sem fólk stefnir að afrekum í íþróttum, tekur þátt í keppnisíþróttum, eða vill einfaldlega stunda holla og skemmtilega hreyfingu sem bæði eflir heilsu og félagsþroska. Á þessum tímamótum er mikilvægt að minnast þess hvernig sjálfboðaliðar hafa byggt upp íþróttahreyfinguna um áratuga skeið. Þessi vinna hefur verið mikilvæg fyrir æsku landsins og samfélagið allt, auk þess sem hér hefur komið fram íþróttafólk á heimsmælikvarða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Hún er sameiginleg stefna þeirra aðila sem bera ábyrgð á málaflokknum, sem eru ríkið, sveitarfélögin og íþróttahreyfingin. Stefnan byggist á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf á Íslandi skuli skipulagt af frjálsum félagasamtökum. Hún tekur að auki á öllum helstu þáttum íþrótta í félagastarfi og hvernig opinberir aðilar og atvinnulíf geti stutt við það starf. Stefnan tekur einnig á öllum helstu þáttum íþrótta í félagastarfi og hvernig opinberir aðilar og atvinnulíf geti stutt við það starf. Þá er lögð sérstök áhersla á að auka hreyfingu barna og unglinga á öllum skólastigum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bæta lífsstíl fólks og gegnir skólakerfið leiðandi hlutverki við að hvetja til hreyfingar og að auka þekkingu á gildi íþrótta. Við mótun stefnunnar var horft til framtíðar og tekið mið af því sem áunnist hefur á undanförnum árum. Sett eru fram skýr markmið og bent á leiðir til að framfylgja þeim. Stefna þessi gildir til ársins 2015 og verður hún þá endurmetin. Stefna í íþróttamálum tekur mið af þeim lagaskyldum sem ríkið hefur samkvæmt íþróttalögum, alþjóðalögum og samningum sem tengjast opinberum aðilum og frjálsum félagasamtökum, sem fara með íþróttamál í landinu. Auk þess birtist hún í framlögum á fjárlögum til íþróttamála og áherslum mennta- og menningarmálaráðherra hverju sinni. Til þess að vinna að framgangi stefnunnar er mikilvægt að aðilar sem bera ábyrgð á málaflokknum, þ.e. ríkið, sveitarfélögin og íþróttahreyfingin, hafi með sér samráð og samstarf. Byggt er á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf á Íslandi skuli skipulagt af frjálsum félagasamtökum. Þar er vísað til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands, sérsambanda, íþróttahéraða, íþróttafélaga og deilda um land allt. Stór hluti landsmanna tekur þátt í þessu starfi á einn eða annan hátt. Til þess að fylgja stefnumótuninni eftir hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið að undanförnu unnið að gerð samnings við ÍSÍ til þess að fylgja eftir stefnumótuninni til ársins 2015. Samhliða þeirri vinnu er mikilvægt að skoða á vettvangi stjórnmálanna hvernig eigi að þróa fjárframlög ríkisins til íþróttamála þannig að fylgja megi stefnunni eftir með sóma. Að lokum óska ég ÍSÍ hjartanlega til hamingju með aldarafmælið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á nýju ári fagnar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands aldarafmæli sínu. Að baki sambandinu standa um 150 þúsund félagar, þar af um 85 þúsund iðkendur. Íþróttir hafa mikla þýðingu í samfélaginu hvort sem fólk stefnir að afrekum í íþróttum, tekur þátt í keppnisíþróttum, eða vill einfaldlega stunda holla og skemmtilega hreyfingu sem bæði eflir heilsu og félagsþroska. Á þessum tímamótum er mikilvægt að minnast þess hvernig sjálfboðaliðar hafa byggt upp íþróttahreyfinguna um áratuga skeið. Þessi vinna hefur verið mikilvæg fyrir æsku landsins og samfélagið allt, auk þess sem hér hefur komið fram íþróttafólk á heimsmælikvarða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Hún er sameiginleg stefna þeirra aðila sem bera ábyrgð á málaflokknum, sem eru ríkið, sveitarfélögin og íþróttahreyfingin. Stefnan byggist á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf á Íslandi skuli skipulagt af frjálsum félagasamtökum. Hún tekur að auki á öllum helstu þáttum íþrótta í félagastarfi og hvernig opinberir aðilar og atvinnulíf geti stutt við það starf. Stefnan tekur einnig á öllum helstu þáttum íþrótta í félagastarfi og hvernig opinberir aðilar og atvinnulíf geti stutt við það starf. Þá er lögð sérstök áhersla á að auka hreyfingu barna og unglinga á öllum skólastigum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bæta lífsstíl fólks og gegnir skólakerfið leiðandi hlutverki við að hvetja til hreyfingar og að auka þekkingu á gildi íþrótta. Við mótun stefnunnar var horft til framtíðar og tekið mið af því sem áunnist hefur á undanförnum árum. Sett eru fram skýr markmið og bent á leiðir til að framfylgja þeim. Stefna þessi gildir til ársins 2015 og verður hún þá endurmetin. Stefna í íþróttamálum tekur mið af þeim lagaskyldum sem ríkið hefur samkvæmt íþróttalögum, alþjóðalögum og samningum sem tengjast opinberum aðilum og frjálsum félagasamtökum, sem fara með íþróttamál í landinu. Auk þess birtist hún í framlögum á fjárlögum til íþróttamála og áherslum mennta- og menningarmálaráðherra hverju sinni. Til þess að vinna að framgangi stefnunnar er mikilvægt að aðilar sem bera ábyrgð á málaflokknum, þ.e. ríkið, sveitarfélögin og íþróttahreyfingin, hafi með sér samráð og samstarf. Byggt er á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf á Íslandi skuli skipulagt af frjálsum félagasamtökum. Þar er vísað til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands, sérsambanda, íþróttahéraða, íþróttafélaga og deilda um land allt. Stór hluti landsmanna tekur þátt í þessu starfi á einn eða annan hátt. Til þess að fylgja stefnumótuninni eftir hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið að undanförnu unnið að gerð samnings við ÍSÍ til þess að fylgja eftir stefnumótuninni til ársins 2015. Samhliða þeirri vinnu er mikilvægt að skoða á vettvangi stjórnmálanna hvernig eigi að þróa fjárframlög ríkisins til íþróttamála þannig að fylgja megi stefnunni eftir með sóma. Að lokum óska ég ÍSÍ hjartanlega til hamingju með aldarafmælið.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar