Gróska í menningarlífi Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun