Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Birgir Þór Harðarson skrifar 6. desember 2012 06:00 Bernie segist vera fullfær um að sinna Formúlu 1. nordicphotos/afp Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. "Mér finnst ekki eins og ég sé 82 ára," sagði Ecclestone. "Ég er núna á leiðinni til Istanbúl til að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á koppinn og svo ætla ég að taka þátt á ráðstefnu FIA. Ég stoppa svo ekki þarna, ég er með þúsund hugmyndir í viðbót." "Er ég í svona lélegu formi? Það eru varla tvær vikur síðan bandaríski kappaksturinn fór fram eftir að ég nánast bjó hann til." "Ég er 82 ára en fyrir löngu, þegar di Montezemolo var bara fertugur, þurfti ég að ræða málin við 88 ára gamlan herramann að nafni Enzo Ferrari. Trúðu mér, þrátt fyrir háan aldur hans, skalf ég því hann var svo strangur, óvæginn og skýr." Enzo Ferrari, fyrir þá sem ekki vita, stofnaði Ferrari-verksmiðjurnar og rak fyrirtækið þar til hann lést árið 1988, 90 ára gamall. Ecclestone segir samt allt í góðu milli hans og núverandi yfirmanns hjá Ferrari, þrátt fyrir þetta fjölmiðlafár yfir aldri alráðsins. Bernie hefur grætt mikið á Formúlu 1 en fyrirtæki hans, FOM (Formula One Management) á sjónvarpsréttinn af kappakstrinum. Eignir hans eru metnar á 2,8 milljarða bandaríkjadala. Formúla Tengdar fréttir Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. "Mér finnst ekki eins og ég sé 82 ára," sagði Ecclestone. "Ég er núna á leiðinni til Istanbúl til að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á koppinn og svo ætla ég að taka þátt á ráðstefnu FIA. Ég stoppa svo ekki þarna, ég er með þúsund hugmyndir í viðbót." "Er ég í svona lélegu formi? Það eru varla tvær vikur síðan bandaríski kappaksturinn fór fram eftir að ég nánast bjó hann til." "Ég er 82 ára en fyrir löngu, þegar di Montezemolo var bara fertugur, þurfti ég að ræða málin við 88 ára gamlan herramann að nafni Enzo Ferrari. Trúðu mér, þrátt fyrir háan aldur hans, skalf ég því hann var svo strangur, óvæginn og skýr." Enzo Ferrari, fyrir þá sem ekki vita, stofnaði Ferrari-verksmiðjurnar og rak fyrirtækið þar til hann lést árið 1988, 90 ára gamall. Ecclestone segir samt allt í góðu milli hans og núverandi yfirmanns hjá Ferrari, þrátt fyrir þetta fjölmiðlafár yfir aldri alráðsins. Bernie hefur grætt mikið á Formúlu 1 en fyrirtæki hans, FOM (Formula One Management) á sjónvarpsréttinn af kappakstrinum. Eignir hans eru metnar á 2,8 milljarða bandaríkjadala.
Formúla Tengdar fréttir Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01
Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15