Austurríki gæti verið viðkomustaður Formúlu 1 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 9. desember 2012 20:31 Helmut Marko hefur verið ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum síðan orkudrykkjaframleiðandinn keypti Jaguar-liðið árið 2005. Hann hefur margsinnis fagnað með Vettel á verðlaunapallinum. nordicphotos/afp Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót. Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins í kappakstursmálum, sagði við austurrískt dagblað að Red Bull hefði bent FIA á að kappakstursbraut Red Bull í Austurríki, Red Bull Ring, hefði öll tilskilin leyfi til að halda Formúla 1-kappakstur. Red Bull Ring-brautin hefur áður verið notuð í Formúlu 1 undir ýmsum nöfnum og í ýmsum myndum. Síðast var keppt þar árið 2003 þegar brautin hét A1 Ring. Red Bull-orkudrykkjaframleiðandinn austurríski keypti brautina og hefur betrumbætt hana talsvert. Það gæti hins vegar reynst flókið að koma Formúlu 1 í fjallahéruð Austurríkis á ný því svæðið annar alls ekki þeim áhorfendaskara sem flykkist á hvert einasta mót. Bæði eru ekki næg hótelrými fyrir allan þennan fjölda og Red Bull hefur gert samning við héraðstjórnina í Styríu um að halda ekki íþróttamót þar sem fleiri en 40.000 áhorfendur mæta. Marko, sem rekur hótel í Graz; stærstu borg héraðsins, segist ekki hafa áhyggjur af þessu enda væri þetta auðleysanlegt vandamál. Hann var einnig spurður um hvernig mótið yrði fjármagnað og svaraði því til að hérðasstjórnin í Styríu og ríkisstjórnin í Austurríki myndu veita nægilegt fjármagn til að halda mótið. "Bíðum bara og sjáum," var svar Marko þegar hann var spurður hvort það væri réttlætanlegt að evrópsk stjórnvöld styddu kappakstursmót í miðri efnahagskreppu. Ef mótshaldarar sýna fram á að mótið geti farið fram er það undir Bernie Ecclestone að ákveða hvort það fari á dagskrá Formúlu 1. Ecclestone og Dietrich Mateschitz, stofnandi Red Bull-fyrirtækisins, eru góðir vinir. Mateschitz er samkvæmt heimildum BBC í fríi á Fiji-eyjum í Kyrrahafinu fram undir jól. Enn er óvist um hvort ríkisstjórn Tyrklands vilji styrkja kappakstur þar á næsta ári en hreift var við dagskránni fyrr í þessum mánuði til að koma tuttugu mótum á dagatalið í stað nítján. Tuttugasta mótið á að fara fram í Evrópu þann 21. júlí 2013.Síðast var keppt í Austurríki árið 2003. Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót. Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins í kappakstursmálum, sagði við austurrískt dagblað að Red Bull hefði bent FIA á að kappakstursbraut Red Bull í Austurríki, Red Bull Ring, hefði öll tilskilin leyfi til að halda Formúla 1-kappakstur. Red Bull Ring-brautin hefur áður verið notuð í Formúlu 1 undir ýmsum nöfnum og í ýmsum myndum. Síðast var keppt þar árið 2003 þegar brautin hét A1 Ring. Red Bull-orkudrykkjaframleiðandinn austurríski keypti brautina og hefur betrumbætt hana talsvert. Það gæti hins vegar reynst flókið að koma Formúlu 1 í fjallahéruð Austurríkis á ný því svæðið annar alls ekki þeim áhorfendaskara sem flykkist á hvert einasta mót. Bæði eru ekki næg hótelrými fyrir allan þennan fjölda og Red Bull hefur gert samning við héraðstjórnina í Styríu um að halda ekki íþróttamót þar sem fleiri en 40.000 áhorfendur mæta. Marko, sem rekur hótel í Graz; stærstu borg héraðsins, segist ekki hafa áhyggjur af þessu enda væri þetta auðleysanlegt vandamál. Hann var einnig spurður um hvernig mótið yrði fjármagnað og svaraði því til að hérðasstjórnin í Styríu og ríkisstjórnin í Austurríki myndu veita nægilegt fjármagn til að halda mótið. "Bíðum bara og sjáum," var svar Marko þegar hann var spurður hvort það væri réttlætanlegt að evrópsk stjórnvöld styddu kappakstursmót í miðri efnahagskreppu. Ef mótshaldarar sýna fram á að mótið geti farið fram er það undir Bernie Ecclestone að ákveða hvort það fari á dagskrá Formúlu 1. Ecclestone og Dietrich Mateschitz, stofnandi Red Bull-fyrirtækisins, eru góðir vinir. Mateschitz er samkvæmt heimildum BBC í fríi á Fiji-eyjum í Kyrrahafinu fram undir jól. Enn er óvist um hvort ríkisstjórn Tyrklands vilji styrkja kappakstur þar á næsta ári en hreift var við dagskránni fyrr í þessum mánuði til að koma tuttugu mótum á dagatalið í stað nítján. Tuttugasta mótið á að fara fram í Evrópu þann 21. júlí 2013.Síðast var keppt í Austurríki árið 2003.
Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00
Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01
Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15