Svín fór yfir Rín... Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 10:25 Landvættir Ófeigur Sigurðsson MÁL OG MENNING Stundum er því fleygt fram, meira í gamni en alvöru, að það versta sem hent geti rithöfund sé að skrifa frábæra bók. Þar með sé hann kominn á stall í hugum lesenda og kröfur þeirra til verka hans rjúki upp úr öllu valdi. Hvað sem nú er til í þessari kenningu þá varð akkúrat þessi hugsun nokkuð ásækin við lestur Landvætta, nýrrar skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar sem fyrir tveimur árum sendi frá sér hina stórgóðu Skáldsögu um Jón. Til höfundar sem hefur sannað að hann getur skrifað slíka sögu er óhjákvæmilegt að gera meiri kröfur en til annarra. Landvættir eru þó engin hrákasmíð, fjarri því, og stílfimi Ófeigs og orðgnótt engu síðri en í Jóni, en hér ber hrifningin á eigin snilli höfundinn nokkuð af leið og hann kann sér ekki hóf í orðfiminni. Víða hefði mátt skera hressilega niður, þjappa og hvessa. Landvættir segir sögu Sókratesar, sem skírður er í höfuðið á fótboltamanninum brasilíska, ekki heimspekingum gríska, og hvernig hann gloprar lífi sínu út úr höndunum, hrekst frá námi í lögfræði, missir kærustuna og er á síðum Dagblaðsins ásakaður um óhæfuverk sem hann ekki framdi. Sókrates sækir um vinnu í kjötvinnslunni Fleski og síðu og meginsagan fjallar um það ár sem hann vinnur þar hin ýmsu störf, kynnist alls kyns fólki og kannski ekki síst sjálfum sér. Kjötvinnslan verður í meðförum Ófeigs heill undraheimur og freistandi að líta á ferli svínsins frá getnaði til diska neytenda sem allegoríu fyrir mannlífið, nema hvað mannlífið er öllu flóknara og skipulagslausara en svínslífið. Sögusvið bókarinnar er Reykjavík undir lok síðustu aldar þar sem breytingar hellast yfir hraðar en nokkur nær að fylgjast með og mótstaða ásatrúarmanna og nýnasista gegn þessu erlenda flæði nýjunga, sem Sókrates blandast inn í nauðugur viljugur, má sín lítils gegn ofurefli markaðsaflanna. Fjöldi þekktra einstaklinga blandast inn í söguna í nettum og gegnsæjum dulbúningi, til dæmis kveður mikið að spákonunni Söndru Bang og allsherjargoðanum Jörmunreki, svo dæmi séu tekin. Sagan er sögð frá sjónarhóli Sókratesar sem er óspar á gagnrýni á samferðamenn sína og ýmsar persónur verða því nokkurs konar skopstælingar á týpum sem við þekkjum öll en samt ósköp mannlegar og brjóstumkennanlegar. Ófeigur er án nokkurs vafa einn besti stílisti sinnar kynslóðar og í bestu köflunum er hrein unun að lesa textann sem oft er niðurstúkaður með skástrikum eins og um ljóðlínur sé að ræða og stakkatóið svo öflugt á stundum að lesandann bókstaflega svimar. Vandamálið er bara að of mikill orðaflaumur drekkir á köflum meiningunni og lesandinn missir áttir. Niðurstaða: Hressileg og afburða vel stíluð skáldsaga en hefði að ósekju mátt vera mun styttri og hnitmiðaðri. Gagnrýni Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Landvættir Ófeigur Sigurðsson MÁL OG MENNING Stundum er því fleygt fram, meira í gamni en alvöru, að það versta sem hent geti rithöfund sé að skrifa frábæra bók. Þar með sé hann kominn á stall í hugum lesenda og kröfur þeirra til verka hans rjúki upp úr öllu valdi. Hvað sem nú er til í þessari kenningu þá varð akkúrat þessi hugsun nokkuð ásækin við lestur Landvætta, nýrrar skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar sem fyrir tveimur árum sendi frá sér hina stórgóðu Skáldsögu um Jón. Til höfundar sem hefur sannað að hann getur skrifað slíka sögu er óhjákvæmilegt að gera meiri kröfur en til annarra. Landvættir eru þó engin hrákasmíð, fjarri því, og stílfimi Ófeigs og orðgnótt engu síðri en í Jóni, en hér ber hrifningin á eigin snilli höfundinn nokkuð af leið og hann kann sér ekki hóf í orðfiminni. Víða hefði mátt skera hressilega niður, þjappa og hvessa. Landvættir segir sögu Sókratesar, sem skírður er í höfuðið á fótboltamanninum brasilíska, ekki heimspekingum gríska, og hvernig hann gloprar lífi sínu út úr höndunum, hrekst frá námi í lögfræði, missir kærustuna og er á síðum Dagblaðsins ásakaður um óhæfuverk sem hann ekki framdi. Sókrates sækir um vinnu í kjötvinnslunni Fleski og síðu og meginsagan fjallar um það ár sem hann vinnur þar hin ýmsu störf, kynnist alls kyns fólki og kannski ekki síst sjálfum sér. Kjötvinnslan verður í meðförum Ófeigs heill undraheimur og freistandi að líta á ferli svínsins frá getnaði til diska neytenda sem allegoríu fyrir mannlífið, nema hvað mannlífið er öllu flóknara og skipulagslausara en svínslífið. Sögusvið bókarinnar er Reykjavík undir lok síðustu aldar þar sem breytingar hellast yfir hraðar en nokkur nær að fylgjast með og mótstaða ásatrúarmanna og nýnasista gegn þessu erlenda flæði nýjunga, sem Sókrates blandast inn í nauðugur viljugur, má sín lítils gegn ofurefli markaðsaflanna. Fjöldi þekktra einstaklinga blandast inn í söguna í nettum og gegnsæjum dulbúningi, til dæmis kveður mikið að spákonunni Söndru Bang og allsherjargoðanum Jörmunreki, svo dæmi séu tekin. Sagan er sögð frá sjónarhóli Sókratesar sem er óspar á gagnrýni á samferðamenn sína og ýmsar persónur verða því nokkurs konar skopstælingar á týpum sem við þekkjum öll en samt ósköp mannlegar og brjóstumkennanlegar. Ófeigur er án nokkurs vafa einn besti stílisti sinnar kynslóðar og í bestu köflunum er hrein unun að lesa textann sem oft er niðurstúkaður með skástrikum eins og um ljóðlínur sé að ræða og stakkatóið svo öflugt á stundum að lesandann bókstaflega svimar. Vandamálið er bara að of mikill orðaflaumur drekkir á köflum meiningunni og lesandinn missir áttir. Niðurstaða: Hressileg og afburða vel stíluð skáldsaga en hefði að ósekju mátt vera mun styttri og hnitmiðaðri.
Gagnrýni Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira