Maldonado refsað og færður aftur um tíu sæti Birgir Þór Harðarson skrifar 24. nóvember 2012 20:56 Maldonado er síbrotamaður í Formúlu 1. nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Dómarar geta skipað ökumönnum að mæta með bíla sína í vigtun hvenær sem er í tímatökum. Það er gert með því að kveikja á rauðu ljósi við bílskúrinn þar sem vigtin er. Maldonado var á leiðinni inn í sinn eigin bílskúr þegar hann ók gegn þessu rauða ljósi. Refsingin hefur áhrif á titilbaráttu Fernando Alonso og Sebastian Vettel því Maldonado átti sjötta besta tímann eftir tímatökurnar en Alonso aðeins þann áttunda. Refsingin færir Alonso fram í sjöunda sætið á ráslínu, nær keppinauti sínum Vettel sem ræsir fjórði. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem Maldonado er áminntur eða honum refsað. Í Kína var hann áminntur fyrir að vera fyrir Heikki Kovalainen í tímatökum og í Bretlandi lenti hann í samstuði við Sergio Perez. Maldonado var færður aftar á ráslínu í Mónakó, enn eftir viðskipti við Perez, í Belgíu þar sem hann var fyrir Nico Hulkenberg í tímatökum og keyrði á Timo Glock, og í Ítalíu þar sem hann þjófstartaði. Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Dómarar geta skipað ökumönnum að mæta með bíla sína í vigtun hvenær sem er í tímatökum. Það er gert með því að kveikja á rauðu ljósi við bílskúrinn þar sem vigtin er. Maldonado var á leiðinni inn í sinn eigin bílskúr þegar hann ók gegn þessu rauða ljósi. Refsingin hefur áhrif á titilbaráttu Fernando Alonso og Sebastian Vettel því Maldonado átti sjötta besta tímann eftir tímatökurnar en Alonso aðeins þann áttunda. Refsingin færir Alonso fram í sjöunda sætið á ráslínu, nær keppinauti sínum Vettel sem ræsir fjórði. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem Maldonado er áminntur eða honum refsað. Í Kína var hann áminntur fyrir að vera fyrir Heikki Kovalainen í tímatökum og í Bretlandi lenti hann í samstuði við Sergio Perez. Maldonado var færður aftar á ráslínu í Mónakó, enn eftir viðskipti við Perez, í Belgíu þar sem hann var fyrir Nico Hulkenberg í tímatökum og keyrði á Timo Glock, og í Ítalíu þar sem hann þjófstartaði.
Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira