Vettel segir Alonso eiga titilinn jafn mikið skilið Birgir Þór Harðarson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Þeir skáluðu félagarnir þegar þeir stóðu báðir á verðlaunapalli í Þýskalandi í sumar. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. "Ef þú skoðar mótin sem þegar hafa verið ekin held ég að þau mót sem við höfum lent í vandræðum í séu jafn mörg," sagði Vettel. "Ég trúi því enn að sá sem á titilinn mest skilið sigri að lokum." Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu. Alonso náði að klóra í bakkann í Abu Dhabi fyrir viku síðan og minnkaði þar forskot Vettel í tíu stig. Alonso hafði mest 42 stig í forskot á Vettel í sumar. "Ég vona að liðið mitt standi sig vel í þessum tveimur mótum sem eftir eru. Við erum í dauðafæri til að vinna tilinn." Sebastian Vettel mun ræsa sinn 100. kappakstur í Bandaríkjunum um næstu helgi. Hann er þegar orðinn tvöfaldur heimsmeistari og getur, með sigri þar og lélegum úrslitum Alonso, tryggt sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. "Þetta hefur allt liðið svo hratt," svaraði hann þegar þessi staðreynd var borin undir hann. "Eitt hundrað er stór tala - 100 kappakstrar hljómar mikið: 100 ræsingar og 100 sinnum í gegnum fyrstu beygju." Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. "Ef þú skoðar mótin sem þegar hafa verið ekin held ég að þau mót sem við höfum lent í vandræðum í séu jafn mörg," sagði Vettel. "Ég trúi því enn að sá sem á titilinn mest skilið sigri að lokum." Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu. Alonso náði að klóra í bakkann í Abu Dhabi fyrir viku síðan og minnkaði þar forskot Vettel í tíu stig. Alonso hafði mest 42 stig í forskot á Vettel í sumar. "Ég vona að liðið mitt standi sig vel í þessum tveimur mótum sem eftir eru. Við erum í dauðafæri til að vinna tilinn." Sebastian Vettel mun ræsa sinn 100. kappakstur í Bandaríkjunum um næstu helgi. Hann er þegar orðinn tvöfaldur heimsmeistari og getur, með sigri þar og lélegum úrslitum Alonso, tryggt sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. "Þetta hefur allt liðið svo hratt," svaraði hann þegar þessi staðreynd var borin undir hann. "Eitt hundrað er stór tala - 100 kappakstrar hljómar mikið: 100 ræsingar og 100 sinnum í gegnum fyrstu beygju."
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira