Villeneuve: Vettel er enn barn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. nóvember 2012 14:15 Jacques Villeneuve heldur með Alonso í titilbaráttunni í ár. Hann segir Vettel enn vera barn. nordicphotos/afp Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif." Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif."
Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira