Hamilton vann í Bandaríkjunum Birgir Þór Harðarson skrifar 18. nóvember 2012 21:01 Lewis Hamilton vann bandaríska kappaksturinn í dag. mynd/ap Lewis Hamilton, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, vann frábæran bandarískan kappakstur nú rétt í þessu. Hann ræsti annar og háði meistaralega baráttu við Sebastian Vettel um fyrsta sætið. Vettel varð annar. Red Bull-liðið er heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1 eftir þetta mót í Bandaríkjunum. Ferrari hefði þurft að hafa báða ökumenn sína á verðlaunapalli til að eiga möguleika á að krækja í þann bikar í Brasilíu eftir viku. Fernando Alonso, á Ferrari, varð þriðji í kappakstrinum og því verður háð úrslitabarátta um heimsmeistaratitill ökuþóra í brasilíska kappakstrinum eftir viku. Nú skilja 13 stig Vettel og Alonso að í titilbaráttunni. Felipe Massa ók listavel í dag og náði fjórða sæti eftir að hafa færst aftur um fimm sæti á ráslínunni og ræst ellefti. Jenson Button ók McLaren-bílnum sínum yfir endalínuna í fimmta sæti. Button ók einnig mjög vel - hafði aðra keppnisáætlun en keppinautarnir og nýtti dekkin til fullnustu. Lotus-félagarnir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean háðu mikla baráttu undir lok kappakstursins og luku keppni í sjötta og sjöunda sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Í síðustu tvö stigasætin settust Williams-ökuþórarnir Pastor Maldonado og Bruno Senna. Hamilton, Vettel og Alonso hafa, þótt ótrúlegt megi virðast, aldrei staðið saman á verðlaunapalli þrátt fyrir að vera taldir bestu ökuþórarnir í Formúlu 1 eins og stendur. Allir eru heimsmeistarar. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, þurfti að hætta keppni eftir 16 hringi þegar rafallinn bilaði í bílnum hans. Red Bull-liðið hafði áhyggjur af því að rafallinn í bíl Vettel myndi bila líka. Vettel slapp hins vegar með skrekkinn í þetta skiptið. Renault-vélaframleiðandinn, sem skaffar Red Bull meðal annars vélar, þurfti að nota rafala sömu gerðar og notaðir voru í Valencia og á Ítalíu. Þá þurfti Vettel að hætta keppni vegna sama vandamáls og Webber upplifði í dag. Næsti kappakstur er eftir viku í Brasilíu. Það verður tuttugasti og síðasti kappakstur ársins. Eins og áður segir mun heimsmeistaratitill ökuþóra ráðast þar. Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, vann frábæran bandarískan kappakstur nú rétt í þessu. Hann ræsti annar og háði meistaralega baráttu við Sebastian Vettel um fyrsta sætið. Vettel varð annar. Red Bull-liðið er heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1 eftir þetta mót í Bandaríkjunum. Ferrari hefði þurft að hafa báða ökumenn sína á verðlaunapalli til að eiga möguleika á að krækja í þann bikar í Brasilíu eftir viku. Fernando Alonso, á Ferrari, varð þriðji í kappakstrinum og því verður háð úrslitabarátta um heimsmeistaratitill ökuþóra í brasilíska kappakstrinum eftir viku. Nú skilja 13 stig Vettel og Alonso að í titilbaráttunni. Felipe Massa ók listavel í dag og náði fjórða sæti eftir að hafa færst aftur um fimm sæti á ráslínunni og ræst ellefti. Jenson Button ók McLaren-bílnum sínum yfir endalínuna í fimmta sæti. Button ók einnig mjög vel - hafði aðra keppnisáætlun en keppinautarnir og nýtti dekkin til fullnustu. Lotus-félagarnir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean háðu mikla baráttu undir lok kappakstursins og luku keppni í sjötta og sjöunda sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Í síðustu tvö stigasætin settust Williams-ökuþórarnir Pastor Maldonado og Bruno Senna. Hamilton, Vettel og Alonso hafa, þótt ótrúlegt megi virðast, aldrei staðið saman á verðlaunapalli þrátt fyrir að vera taldir bestu ökuþórarnir í Formúlu 1 eins og stendur. Allir eru heimsmeistarar. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, þurfti að hætta keppni eftir 16 hringi þegar rafallinn bilaði í bílnum hans. Red Bull-liðið hafði áhyggjur af því að rafallinn í bíl Vettel myndi bila líka. Vettel slapp hins vegar með skrekkinn í þetta skiptið. Renault-vélaframleiðandinn, sem skaffar Red Bull meðal annars vélar, þurfti að nota rafala sömu gerðar og notaðir voru í Valencia og á Ítalíu. Þá þurfti Vettel að hætta keppni vegna sama vandamáls og Webber upplifði í dag. Næsti kappakstur er eftir viku í Brasilíu. Það verður tuttugasti og síðasti kappakstur ársins. Eins og áður segir mun heimsmeistaratitill ökuþóra ráðast þar.
Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira