Airwaves fyrri partur 5. nóvember 2012 09:27 Kwes Fréttablaðið/valli Heyrt þetta allt áður Half Moon Run**Half Moon RunSilfurberg í Hörpu Þrír ungir strákar frá kanadísku borginni Montreal skipa indígrúppuna, Half Moon Run. Þeir spila lágstemmt og hálfdraumkennt þjóðlagapopp sem er afskaplega kanadískt á að hlýða. Þetta eru flinkir hljóðfæraleikarar, svo klínískir að það er eiginlega æpandi og söngvarinn er ekkert minna en stórkostlegur. En það dugði ekki til að hífa vitameinlausar lagasmíðarnar upp úr meðalmennskunni í Hörpunni á föstudag. Það er hvergi nýr hljómur í katalóg Half Moon Run og þorrinn af áheyrendum virtist átta sig á því. -sh Rokk úr óvæntri átt Hjálmar/Jimi Tenor***Hjálmar/Jimi TenorSilfurberg í Hörpu Íslensk reggísveit og finnsk elektrópopp-goðsögn með saxófón. Þetta er blanda sem á ekki að virka en gerir það nú samt. Hjálmar hafa spilað með Jimi oft áður og gert með honum lag og hópnum virðist orðið líða nokkuð vel með þetta samstarf sitt. Finninn var í forgrunni í Hörpu á föstudag, spilaði og söng á sinn einstaka og dálítið einkennilega hátt og setti á svið eitthvað sem orðið „tónleikar" nær ekki beint utan um. Þetta var sýning, hress en yfirgengileg. Skemmtilegast var eiginlega þegar allt saman leystist upp í hreint rokk á köflum, þungt og hrátt og merkilegt nokk fór það piltunum í Hjálmum bara ljómandi vel að rokka aðeins. Góðum tónlistarmönnum er greinilega allt fært. -sh Fínt danskt flogakast Rangleklods***Rangleklods Danska bandið Rangleklods, listamannsnafn Espens Andersen, hljóp í skarðið fyrir skosku popprokkarana í Django Django sem forfölluðust á laugardag vegna veikinda og gátu ekki spilað í Hörpu eins og til stóð. Rangleklods hafði spilað á Faktorý á fimmtudagskvöldinu og lét sig ekki muna um að endurtaka leikinn í stórum Silfurbergssalnum tveimur dögum síðar. Andersen spilar dramatískt og flogavaldandi rafpopp með tripphopp-ívafi, drungalegt á köflum þangað til það springur með fáheyrðum látum og skarkala. Sjálfur syngur Andersen djúpri og góðri röddu yfir herlegheitin. Rangleklods eru ekki að fara að breyta heiminum en þetta var frambærilegasta prógramm. -sh Frábærlega öðruvísiFriends****FriendsListasafnið Ef lýsa á hljómsveitinni og sviðsframkomunni í einu orði væri það með orðinu öðruvísi. Þá er sama hvort verið sé að tala um tónlistina sem þau spila, fatnaðinn sem þau klæðast eða hegðun þeirra á sviðinu, það er allt öðruvísi við hljómsveitina, Friends. Þau sanna það þó að öðruvísi þarf alls ekki að vera slæmt því þau voru nefnilega frábær! Þau skiluðu af sér stórgóðum tónleikum, uppfullum af skemmtun og gæðatónlist og uppskáru gríðarleg fagnaðarlæti og stemningu í salnum, alla tónleikana í gegn. Aðdáun þeirra á Íslandi og boð í eftirpartý á hótelherberginu þeirra virtist heldur ekki leggjast illa í tónleikagesti. Hvort af partýinu hafi svo orðið er þó óvíst. -trs Alvöru, ekta rokkararDiiv****DiivIðnó Það var erfitt að sitja undir tónleikum ungu rokkaranna án þess að sveipast með þeim í tónlistina, enda varla manneskja í salnum sem ekki tók undir með fótatappi, hnébeygjum eða höfuðrykkingum. Fjórmenningarnir taka rokkaraímyndina alla leið og voru gítarleikararnir til að mynda duglegir að sveifla til síðu hárinu á meðan þeir spiluðu. Það voru litlu hlutirnir sem gerðu það að verkum að ekki aðeins buðu þeir upp á stórgóða tónlist heldur líka ekta upplifun. Þeir voru suddasvalir frá upphafi til enda og áttu greinilega fjölda aðdáenda í salnum, sem urðu án efa enn fleiri eftir að tónleikunum lauk. Að minnsta kosti má telja undirritaða sem nýjan meðlim í aðdáendahópnum. -trs Flugeldasýning út í gegnFor a Minor Reflection*****For a Minor ReflectionHarpa, Norðurljós Það var hreinn unaður að fylgjast með strákunum á sviði, allir sprengfullir af hæfileikum og krafti. Eðaltónlistin sem þeir buðu upp á kom blóðinu heldur betur á hreyfingu og samspilið á milli gítarleikarana tveggja, Kjartans og Guðsteins, var þvílíkt að á köflum var eins og þeim væri stjórnað af sama heilanum. Báðir voru þeir með myndbandsupptökuvélar fastar á gíturunum sínum og eflaust áhugavert að skoða myndböndin úr þeim þar sem gítararnr voru á fleygiferð alla tónleikana. Hrikalega góðir og enn eitt vitnið um þá gríðarlegu hæfileika sem við eigum hér á litlu eyjunni okkar lengst í norðri. Flugeldasýning út í gegn sem uppskar heiðarlega tilraun til uppklapps. -trs Of hátt og langtShearwater**ShearwaterHarpa, Norðurljós Þeir byrjuðu vel en ekki leið á löngu þar til fólk byrjaði að streyma út úr salnum. Hvort það hafi verið vegna of mikils hávaða, of langs prógrams eða einfaldlega áhugaleysis og vonbriða skal ekki fullyrt um. Undirrituð vissi í það minnsta ekki alveg hvað hún ætti að gera við þetta allt saman og brá á það ráð að hlusta á tónlistina utan af ganginum þegar bassinn og lætin í salnum voru farin að valda eymsli í tönnum og almennri vanlíðan. Hæfileikar þessa góða bands skiluðu sér að minnsta kosti ekki til áheyrenda í Hörpu þetta föstudagskvöldið og salurinn nánast tómur undir lok tónleikana, sem voru alltof langir. -trs Indírokk yfir meðallagiMoss***MossGamli Gaukurinn Moss frá Amsterdam í Hollandi spilaði létt og leikandi indírokk. Upphafslagið setti tóninn fyrir það sem á eftir kom, grípandi, hresst og gítardrifið. Söngvarinn og gítarleikarinn minnti svolítið á Rivers Cuomo úr Weezer, skyrtuklæddur með Buddy Holly-gleraugun sín og náði hann áhorfendum ágætlega á sitt band. Annars lögðu hljómsveitarmeðlimir minni áherslu á tískuna og útlitið en búast mátti við, miðað við nafnið Moss. Alls spiluðu þeir átta lög og flest voru þau vel yfir meðallagi. -fb Blæðandi bassafingurThe Vintage Caravan****The Vintage CaravanGamli Gaukurinn Rokktríóið, The Vintage Caravan gaf nýverið út sína aðra plötu, Voyage, sem hefur fengið góðar viðtökur. Hljómsveitin spilar hresst rokk af gamla skólanum sem minnir stundum á sveitir á borð við Wolfmother. Keyrslan var sett á fullt strax í byrjun og svo mikil var hún að fljótt fór að blæða úr fingrum bassaleikarans, Alexanders Arnar Númasonar. Forsprakkinn síðhærði, Óskar Logi Ágústsson stal annars senunni með frábærum söng- og gítarleik og flottri sviðsframkomu. Stemningin í salnum var fantagóð, enda ekki annað hægt þegar um svo skemmtilega hljómsveit er að ræða. -fb Grípandi rokk og ról*****The VaccinesListasafnið Eftirvæntingin eftir tónleikum The Vaccines í Listasafni Reykjavíkur var mikil, enda hefur hljómsveitin slegið í gegn í heimalandi sínu og víðar með melódísku rokki sínu. Ekki dró það úr eftirvæntingunni að bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason er íslenskur og hafði hann endurskírt hljómsveitina sem Bóluefnin fyrir tónleikana. Sveitin hóf leik með hinu hressilega „No Hope" af nýjustu plötu sinni og frá byrjun var ljóst að þarna voru fagmenn á ferðinni, þrælvanir tónleikahaldi eftir mikla spilamennsku að undanförnu. Bóluefnin spiluðu öll sín bestu lög, þar á meðal Post Break-Up Sex og If You Wanna, og áttu auðvelt með að hrífa áhorfendur með sér. Árni Hjörvar talaði um hversu gaman væri að vera loksins kominn heim og öskraði svo "Eru ekki allir í stuði?" eins og á alvöru íslensku sveitaballi. Einnig var gaman að fylgjast með söngvaranum Justin Young liðast um sviðið í sannkölluðum rokktransi. Rúsínan í pylsuendanum var flutningur á pönkslagara Vonbrigða, Ó Reykjavík. Árni Hjörvar tók við hljóðnemanum, Young fór á bassann og allt var sett á fullt. Árni lifði sig vel inn í sönginn og óð út í áhorfendaskarann en náði upp á svið í tæka tíð áður en lokatónninn var slegin. Frábær endir á eftirminnilegum rokktónleikum. -fb Æðislega skrítið*****Dirty ProjectorsListasafnið Dirty Projectors frá New York, vakti athygli tónlistarunnenda árið 2009 með plötu sinni „Bitte Orca", sem komst ofarlega á árlista margra gagnrýnenda. Hljómsveitinni stóð til boða að spila á Airwaves árið 2008 en ekkert varð af því og því var hún fljót að stökkva á tækifærið að taka þátt í ár. „Dirty Projectors" spilar tilraunakennt popp/rokk þar sem leikandi gítar fær að njóta sín. Þrjár hljómfagrar kvenraddir setja svo sterkan svip á lögin. Þessi sex manna hljómsveit spilaði alls tólf lög á tónleikunum og mörg þeirra voru einmitt af „Bitte Orca". Einnig spiluðu þau lög af nýju plötunni, „Swing to Magellan", þar á meðal hið prýðilega, „About to Die". Stundum virkaði sem lítið væri í gangi í lögunum en allt í einu tóku þau mikinn kipp og allt small saman í háværri en mjög svo heillandi hljóðbendu. Lokalagið var einmitt gott dæmi um þetta. Magnaður lokahnykkur á frábærum tónleikum. –fb Hressandi og kraftmikið þýskt rafpopp****Me and my drummerHarpa, Silfurberg Þýski dúettinn „Me and my drummer" voru fyrst á svið í Silfurbergi á föstudagskvöldið. Söngkonan, Charlotte ásamt trommaranum og bakröddinni, Matz byrjuðu tónleikana af krafti. Það er eitthvað mjög hressandi við kraftmikla rödd söngkonunnar, sem á köflum minnti á Annie Lennox og dúettinn sjálfur á Eurythmics, en tónar sveitarinnar eru stundum í anda níunda áratugarins. Hápunkturinn var þegar dúettinn tók sitt þekktasta lag, „You´r A Runner", og eignuðust fyrir vikið ansi marga nýja aðdáendur meðal stundvísra áhorfenda. –áp Hápunkturinn í lokin***Kiriyama FamilyHarpa, Silfurberg Strákarnir í „Kiriyama Family" hafa verið vinsælir undanfarið enda nýja platan þeirra fengið góðar undirtektir. Tónleikarnir byrjuðu heldur brösulega og voru sífelldar hljóðfæraskiptingar hljómsveitameðlima ruglingslegar fyrir undirritaða. Þegar þrír meðlimir sveitarinnar stóðu fremst á sitthvoru hljómborðinu skapaðist hinsvegar skemmtileg heild og sveitin minnti helst á „Hot Chip". Tónleikar „Kiriyama Family" enduðu hinsvegar með látum og síðustu tvö lögin frábær. Þá ber sérstaklega að hrósa saxófón leikaranum sem kom inn í síðasta laginu en hann setti hressandi svip á tónleikana með skemmtilegri sviðsframkomu. –áp Rafmagnaður Ásgeir*****Ásgeir TraustiHarpa, Norðurljós „Þetta var besta upplifun lífs míns" heyrði undirrituð einn áhorfenda segja að loknum tónleikum Ásgeirs Trausta á laugardagskvöldið. Sá hinn sami var örugglega ekki einn um þá skoðun enda var Norðurljósa-salur stappfullur og vel það þegar einn vinsælasti söngvari landsins steig á svið við gríðarleg fagnaðarlæti. Mikil stemning var í salnum og áhorfendur sungu með og dilluðu sér við ljúfa tóna. Hann Ásgeir Trausti þarf engan utanaðkomandi aðstoð til að búa til frábæra tónleika. Enga litríka búninga, brjálaða sviðsframkomu eða fyndna brandara milli laga. Umvafinn góðum hljóðfæraleikurum er töfrandi rödd Ásgeirs leyndamálið á bak við velgengnina, enda tók allur salurinn undir er Ásgeir spilaði sitt lokalagið „Leyndamál" og lauk þar með einstökum tónleikum á Airwaves. –áp Öðruvísi stemning***Valgeir SigurðssonIðnó Það er svolítið öðruvísi stemning á Bedroom Community-kvöldunum á Airwaves heldur en á þessum dæmigerðu rokkkvöldum. Þegar ég kom í hús í Iðnó sátu margir á gólfinu og spjölluðu, eða voru eitthvað að grauta í Ipadinum. Allt í ró. Valgeir spilaði nýju plötuna sína, „Architecture of Loss" ásamt tveimur aðstoðarmönnum, Nadíu Sirota á víólu og Shahzad Ismaily sem lék m.a. á slagverk og bassa. Sjálfur lék Valgeir á píanó ásamt því að stjórna tölvunni sem spilaði grunninn. Þetta er flott plata og það var gaman að fá lifandi flutning á henni, þó að tónleikarnir hafi kannski ekki bætt mjög miklu við tónlistina. Tónleikagestir hlustuðu með andakt, en svo braust út mikill fögnuður þegar flutningi var lokið. -tj Ofvirkir fransmenn*****Shiko ShikoHarpa – Kaldalón Skemmtilegustu tónleikarnir á Airwaves eru oft með hljómsveitum sem maður þekkir lítið sem ekkert. Maður mætir með opinn huga, en engar sérstakar væntingar og svo gerist galdurinn og maður kolfellur. Þannig voru tónleikar frönsku hljómsveitarinnar „Shiko Shiko" í Kaldalónssal Hörpu á föstudagskvöldið. „Shiko Shiko" spilar einhverskonar furðupönk, hratt og hrátt, en líka fullt af óvæntum hljóðum, taktbreytingum og sprelli. Auk hefðbundinna rokkhljóðfæra nota þeir „syntha" og tölvu. Á sviði var þetta mjög leikrænt hjá þeim, bassaleikarinn spilaði alla tónleikana með grímu og söngvarinn og gítarleikarinn ærsluðust um allt svið, óðu út í sal, uppá hátalara og hömuðust sem vitstola væru. Þetta hljómar kannski eins og einhver tilgerð, en tónlistin var líka mjög flott og vel spiluð. Sætin í Kaldalóni eru mjög þægileg (stundum of þægileg, ef maður er vansvefta), en „Shiko Shiko" rifu alla tónleikagesti á fætur. Magnaður andskoti! -tj Ómarkvisst**KwesListasafnið Lundúnabúinn „Kwes" hefur unnið með listafólki á borð við „The XX", „Micachu" og „Hot Chip", en er nú að reyna fyrir sér með eigið efni. Honum til fulltingis í Listasafninu voru tvær stelpur, önnur spilaði á hljómborð og bassa, hin á trommur. Efniviðurinn var ekki slæmur, flottur hljóðheimur og taktar. Lagasmíðarnar virkuðu hinsvegar ómarkvissar, nánast eins og þær væru sumar enn á vinnslustigi. Tæknilegir örðugleikar í upphafi bættu heldur ekki úr skák. Á heildina var þetta mjög slappt. Hefði kannski virkað eitthvað betur á minni stað. -tj Orkuverk í Kaldalóni****SiinaiHarpa – Kaldalón Finnska hljómsveitin „Siinai" er þekkt fyrir kraftmikla „nýproggtónlist", en fyrsta platan þeirra Olympic Games var tilnefnd til Nordic Music Prize í fyrra. Þeir spiluðu efni af henni á tónleikunum í Kaldalóni á laugardagskvöldið. Þetta er „instrúmental" tónlist. Þeir fóru rólega af stað, en svo juku þeir kraftinn og byggðu upp mikinn hljóðvegg. Flutningurinn var aflmikill, þeir hömruðu á hljóðfærin. Flestir tónleikagestir kunnu vel að meta þéttofinn og dýnamískan hávaðvegginn, en þó voru nokkrir sem þoldu ekki við og forðuðu sér. Flottir Finnar! -tj Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Heyrt þetta allt áður Half Moon Run**Half Moon RunSilfurberg í Hörpu Þrír ungir strákar frá kanadísku borginni Montreal skipa indígrúppuna, Half Moon Run. Þeir spila lágstemmt og hálfdraumkennt þjóðlagapopp sem er afskaplega kanadískt á að hlýða. Þetta eru flinkir hljóðfæraleikarar, svo klínískir að það er eiginlega æpandi og söngvarinn er ekkert minna en stórkostlegur. En það dugði ekki til að hífa vitameinlausar lagasmíðarnar upp úr meðalmennskunni í Hörpunni á föstudag. Það er hvergi nýr hljómur í katalóg Half Moon Run og þorrinn af áheyrendum virtist átta sig á því. -sh Rokk úr óvæntri átt Hjálmar/Jimi Tenor***Hjálmar/Jimi TenorSilfurberg í Hörpu Íslensk reggísveit og finnsk elektrópopp-goðsögn með saxófón. Þetta er blanda sem á ekki að virka en gerir það nú samt. Hjálmar hafa spilað með Jimi oft áður og gert með honum lag og hópnum virðist orðið líða nokkuð vel með þetta samstarf sitt. Finninn var í forgrunni í Hörpu á föstudag, spilaði og söng á sinn einstaka og dálítið einkennilega hátt og setti á svið eitthvað sem orðið „tónleikar" nær ekki beint utan um. Þetta var sýning, hress en yfirgengileg. Skemmtilegast var eiginlega þegar allt saman leystist upp í hreint rokk á köflum, þungt og hrátt og merkilegt nokk fór það piltunum í Hjálmum bara ljómandi vel að rokka aðeins. Góðum tónlistarmönnum er greinilega allt fært. -sh Fínt danskt flogakast Rangleklods***Rangleklods Danska bandið Rangleklods, listamannsnafn Espens Andersen, hljóp í skarðið fyrir skosku popprokkarana í Django Django sem forfölluðust á laugardag vegna veikinda og gátu ekki spilað í Hörpu eins og til stóð. Rangleklods hafði spilað á Faktorý á fimmtudagskvöldinu og lét sig ekki muna um að endurtaka leikinn í stórum Silfurbergssalnum tveimur dögum síðar. Andersen spilar dramatískt og flogavaldandi rafpopp með tripphopp-ívafi, drungalegt á köflum þangað til það springur með fáheyrðum látum og skarkala. Sjálfur syngur Andersen djúpri og góðri röddu yfir herlegheitin. Rangleklods eru ekki að fara að breyta heiminum en þetta var frambærilegasta prógramm. -sh Frábærlega öðruvísiFriends****FriendsListasafnið Ef lýsa á hljómsveitinni og sviðsframkomunni í einu orði væri það með orðinu öðruvísi. Þá er sama hvort verið sé að tala um tónlistina sem þau spila, fatnaðinn sem þau klæðast eða hegðun þeirra á sviðinu, það er allt öðruvísi við hljómsveitina, Friends. Þau sanna það þó að öðruvísi þarf alls ekki að vera slæmt því þau voru nefnilega frábær! Þau skiluðu af sér stórgóðum tónleikum, uppfullum af skemmtun og gæðatónlist og uppskáru gríðarleg fagnaðarlæti og stemningu í salnum, alla tónleikana í gegn. Aðdáun þeirra á Íslandi og boð í eftirpartý á hótelherberginu þeirra virtist heldur ekki leggjast illa í tónleikagesti. Hvort af partýinu hafi svo orðið er þó óvíst. -trs Alvöru, ekta rokkararDiiv****DiivIðnó Það var erfitt að sitja undir tónleikum ungu rokkaranna án þess að sveipast með þeim í tónlistina, enda varla manneskja í salnum sem ekki tók undir með fótatappi, hnébeygjum eða höfuðrykkingum. Fjórmenningarnir taka rokkaraímyndina alla leið og voru gítarleikararnir til að mynda duglegir að sveifla til síðu hárinu á meðan þeir spiluðu. Það voru litlu hlutirnir sem gerðu það að verkum að ekki aðeins buðu þeir upp á stórgóða tónlist heldur líka ekta upplifun. Þeir voru suddasvalir frá upphafi til enda og áttu greinilega fjölda aðdáenda í salnum, sem urðu án efa enn fleiri eftir að tónleikunum lauk. Að minnsta kosti má telja undirritaða sem nýjan meðlim í aðdáendahópnum. -trs Flugeldasýning út í gegnFor a Minor Reflection*****For a Minor ReflectionHarpa, Norðurljós Það var hreinn unaður að fylgjast með strákunum á sviði, allir sprengfullir af hæfileikum og krafti. Eðaltónlistin sem þeir buðu upp á kom blóðinu heldur betur á hreyfingu og samspilið á milli gítarleikarana tveggja, Kjartans og Guðsteins, var þvílíkt að á köflum var eins og þeim væri stjórnað af sama heilanum. Báðir voru þeir með myndbandsupptökuvélar fastar á gíturunum sínum og eflaust áhugavert að skoða myndböndin úr þeim þar sem gítararnr voru á fleygiferð alla tónleikana. Hrikalega góðir og enn eitt vitnið um þá gríðarlegu hæfileika sem við eigum hér á litlu eyjunni okkar lengst í norðri. Flugeldasýning út í gegn sem uppskar heiðarlega tilraun til uppklapps. -trs Of hátt og langtShearwater**ShearwaterHarpa, Norðurljós Þeir byrjuðu vel en ekki leið á löngu þar til fólk byrjaði að streyma út úr salnum. Hvort það hafi verið vegna of mikils hávaða, of langs prógrams eða einfaldlega áhugaleysis og vonbriða skal ekki fullyrt um. Undirrituð vissi í það minnsta ekki alveg hvað hún ætti að gera við þetta allt saman og brá á það ráð að hlusta á tónlistina utan af ganginum þegar bassinn og lætin í salnum voru farin að valda eymsli í tönnum og almennri vanlíðan. Hæfileikar þessa góða bands skiluðu sér að minnsta kosti ekki til áheyrenda í Hörpu þetta föstudagskvöldið og salurinn nánast tómur undir lok tónleikana, sem voru alltof langir. -trs Indírokk yfir meðallagiMoss***MossGamli Gaukurinn Moss frá Amsterdam í Hollandi spilaði létt og leikandi indírokk. Upphafslagið setti tóninn fyrir það sem á eftir kom, grípandi, hresst og gítardrifið. Söngvarinn og gítarleikarinn minnti svolítið á Rivers Cuomo úr Weezer, skyrtuklæddur með Buddy Holly-gleraugun sín og náði hann áhorfendum ágætlega á sitt band. Annars lögðu hljómsveitarmeðlimir minni áherslu á tískuna og útlitið en búast mátti við, miðað við nafnið Moss. Alls spiluðu þeir átta lög og flest voru þau vel yfir meðallagi. -fb Blæðandi bassafingurThe Vintage Caravan****The Vintage CaravanGamli Gaukurinn Rokktríóið, The Vintage Caravan gaf nýverið út sína aðra plötu, Voyage, sem hefur fengið góðar viðtökur. Hljómsveitin spilar hresst rokk af gamla skólanum sem minnir stundum á sveitir á borð við Wolfmother. Keyrslan var sett á fullt strax í byrjun og svo mikil var hún að fljótt fór að blæða úr fingrum bassaleikarans, Alexanders Arnar Númasonar. Forsprakkinn síðhærði, Óskar Logi Ágústsson stal annars senunni með frábærum söng- og gítarleik og flottri sviðsframkomu. Stemningin í salnum var fantagóð, enda ekki annað hægt þegar um svo skemmtilega hljómsveit er að ræða. -fb Grípandi rokk og ról*****The VaccinesListasafnið Eftirvæntingin eftir tónleikum The Vaccines í Listasafni Reykjavíkur var mikil, enda hefur hljómsveitin slegið í gegn í heimalandi sínu og víðar með melódísku rokki sínu. Ekki dró það úr eftirvæntingunni að bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason er íslenskur og hafði hann endurskírt hljómsveitina sem Bóluefnin fyrir tónleikana. Sveitin hóf leik með hinu hressilega „No Hope" af nýjustu plötu sinni og frá byrjun var ljóst að þarna voru fagmenn á ferðinni, þrælvanir tónleikahaldi eftir mikla spilamennsku að undanförnu. Bóluefnin spiluðu öll sín bestu lög, þar á meðal Post Break-Up Sex og If You Wanna, og áttu auðvelt með að hrífa áhorfendur með sér. Árni Hjörvar talaði um hversu gaman væri að vera loksins kominn heim og öskraði svo "Eru ekki allir í stuði?" eins og á alvöru íslensku sveitaballi. Einnig var gaman að fylgjast með söngvaranum Justin Young liðast um sviðið í sannkölluðum rokktransi. Rúsínan í pylsuendanum var flutningur á pönkslagara Vonbrigða, Ó Reykjavík. Árni Hjörvar tók við hljóðnemanum, Young fór á bassann og allt var sett á fullt. Árni lifði sig vel inn í sönginn og óð út í áhorfendaskarann en náði upp á svið í tæka tíð áður en lokatónninn var slegin. Frábær endir á eftirminnilegum rokktónleikum. -fb Æðislega skrítið*****Dirty ProjectorsListasafnið Dirty Projectors frá New York, vakti athygli tónlistarunnenda árið 2009 með plötu sinni „Bitte Orca", sem komst ofarlega á árlista margra gagnrýnenda. Hljómsveitinni stóð til boða að spila á Airwaves árið 2008 en ekkert varð af því og því var hún fljót að stökkva á tækifærið að taka þátt í ár. „Dirty Projectors" spilar tilraunakennt popp/rokk þar sem leikandi gítar fær að njóta sín. Þrjár hljómfagrar kvenraddir setja svo sterkan svip á lögin. Þessi sex manna hljómsveit spilaði alls tólf lög á tónleikunum og mörg þeirra voru einmitt af „Bitte Orca". Einnig spiluðu þau lög af nýju plötunni, „Swing to Magellan", þar á meðal hið prýðilega, „About to Die". Stundum virkaði sem lítið væri í gangi í lögunum en allt í einu tóku þau mikinn kipp og allt small saman í háværri en mjög svo heillandi hljóðbendu. Lokalagið var einmitt gott dæmi um þetta. Magnaður lokahnykkur á frábærum tónleikum. –fb Hressandi og kraftmikið þýskt rafpopp****Me and my drummerHarpa, Silfurberg Þýski dúettinn „Me and my drummer" voru fyrst á svið í Silfurbergi á föstudagskvöldið. Söngkonan, Charlotte ásamt trommaranum og bakröddinni, Matz byrjuðu tónleikana af krafti. Það er eitthvað mjög hressandi við kraftmikla rödd söngkonunnar, sem á köflum minnti á Annie Lennox og dúettinn sjálfur á Eurythmics, en tónar sveitarinnar eru stundum í anda níunda áratugarins. Hápunkturinn var þegar dúettinn tók sitt þekktasta lag, „You´r A Runner", og eignuðust fyrir vikið ansi marga nýja aðdáendur meðal stundvísra áhorfenda. –áp Hápunkturinn í lokin***Kiriyama FamilyHarpa, Silfurberg Strákarnir í „Kiriyama Family" hafa verið vinsælir undanfarið enda nýja platan þeirra fengið góðar undirtektir. Tónleikarnir byrjuðu heldur brösulega og voru sífelldar hljóðfæraskiptingar hljómsveitameðlima ruglingslegar fyrir undirritaða. Þegar þrír meðlimir sveitarinnar stóðu fremst á sitthvoru hljómborðinu skapaðist hinsvegar skemmtileg heild og sveitin minnti helst á „Hot Chip". Tónleikar „Kiriyama Family" enduðu hinsvegar með látum og síðustu tvö lögin frábær. Þá ber sérstaklega að hrósa saxófón leikaranum sem kom inn í síðasta laginu en hann setti hressandi svip á tónleikana með skemmtilegri sviðsframkomu. –áp Rafmagnaður Ásgeir*****Ásgeir TraustiHarpa, Norðurljós „Þetta var besta upplifun lífs míns" heyrði undirrituð einn áhorfenda segja að loknum tónleikum Ásgeirs Trausta á laugardagskvöldið. Sá hinn sami var örugglega ekki einn um þá skoðun enda var Norðurljósa-salur stappfullur og vel það þegar einn vinsælasti söngvari landsins steig á svið við gríðarleg fagnaðarlæti. Mikil stemning var í salnum og áhorfendur sungu með og dilluðu sér við ljúfa tóna. Hann Ásgeir Trausti þarf engan utanaðkomandi aðstoð til að búa til frábæra tónleika. Enga litríka búninga, brjálaða sviðsframkomu eða fyndna brandara milli laga. Umvafinn góðum hljóðfæraleikurum er töfrandi rödd Ásgeirs leyndamálið á bak við velgengnina, enda tók allur salurinn undir er Ásgeir spilaði sitt lokalagið „Leyndamál" og lauk þar með einstökum tónleikum á Airwaves. –áp Öðruvísi stemning***Valgeir SigurðssonIðnó Það er svolítið öðruvísi stemning á Bedroom Community-kvöldunum á Airwaves heldur en á þessum dæmigerðu rokkkvöldum. Þegar ég kom í hús í Iðnó sátu margir á gólfinu og spjölluðu, eða voru eitthvað að grauta í Ipadinum. Allt í ró. Valgeir spilaði nýju plötuna sína, „Architecture of Loss" ásamt tveimur aðstoðarmönnum, Nadíu Sirota á víólu og Shahzad Ismaily sem lék m.a. á slagverk og bassa. Sjálfur lék Valgeir á píanó ásamt því að stjórna tölvunni sem spilaði grunninn. Þetta er flott plata og það var gaman að fá lifandi flutning á henni, þó að tónleikarnir hafi kannski ekki bætt mjög miklu við tónlistina. Tónleikagestir hlustuðu með andakt, en svo braust út mikill fögnuður þegar flutningi var lokið. -tj Ofvirkir fransmenn*****Shiko ShikoHarpa – Kaldalón Skemmtilegustu tónleikarnir á Airwaves eru oft með hljómsveitum sem maður þekkir lítið sem ekkert. Maður mætir með opinn huga, en engar sérstakar væntingar og svo gerist galdurinn og maður kolfellur. Þannig voru tónleikar frönsku hljómsveitarinnar „Shiko Shiko" í Kaldalónssal Hörpu á föstudagskvöldið. „Shiko Shiko" spilar einhverskonar furðupönk, hratt og hrátt, en líka fullt af óvæntum hljóðum, taktbreytingum og sprelli. Auk hefðbundinna rokkhljóðfæra nota þeir „syntha" og tölvu. Á sviði var þetta mjög leikrænt hjá þeim, bassaleikarinn spilaði alla tónleikana með grímu og söngvarinn og gítarleikarinn ærsluðust um allt svið, óðu út í sal, uppá hátalara og hömuðust sem vitstola væru. Þetta hljómar kannski eins og einhver tilgerð, en tónlistin var líka mjög flott og vel spiluð. Sætin í Kaldalóni eru mjög þægileg (stundum of þægileg, ef maður er vansvefta), en „Shiko Shiko" rifu alla tónleikagesti á fætur. Magnaður andskoti! -tj Ómarkvisst**KwesListasafnið Lundúnabúinn „Kwes" hefur unnið með listafólki á borð við „The XX", „Micachu" og „Hot Chip", en er nú að reyna fyrir sér með eigið efni. Honum til fulltingis í Listasafninu voru tvær stelpur, önnur spilaði á hljómborð og bassa, hin á trommur. Efniviðurinn var ekki slæmur, flottur hljóðheimur og taktar. Lagasmíðarnar virkuðu hinsvegar ómarkvissar, nánast eins og þær væru sumar enn á vinnslustigi. Tæknilegir örðugleikar í upphafi bættu heldur ekki úr skák. Á heildina var þetta mjög slappt. Hefði kannski virkað eitthvað betur á minni stað. -tj Orkuverk í Kaldalóni****SiinaiHarpa – Kaldalón Finnska hljómsveitin „Siinai" er þekkt fyrir kraftmikla „nýproggtónlist", en fyrsta platan þeirra Olympic Games var tilnefnd til Nordic Music Prize í fyrra. Þeir spiluðu efni af henni á tónleikunum í Kaldalóni á laugardagskvöldið. Þetta er „instrúmental" tónlist. Þeir fóru rólega af stað, en svo juku þeir kraftinn og byggðu upp mikinn hljóðvegg. Flutningurinn var aflmikill, þeir hömruðu á hljóðfærin. Flestir tónleikagestir kunnu vel að meta þéttofinn og dýnamískan hávaðvegginn, en þó voru nokkrir sem þoldu ekki við og forðuðu sér. Flottir Finnar! -tj
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira