McLaren: Áhætta að ráða Perez Birgir Þór Harðarson skrifar 8. nóvember 2012 17:29 Perez og Button, liðsfélagar á nýju ári. nordicphotos/afp Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum. Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum.
Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira