Hughrif Hörpu 31. október 2012 10:44 Gjafapakkinn, sem er fyrir tvo, inniheldur miða í íslensku óperuna eða á sinfóníutónleika, nótt á icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á kolabrautinni í Hörpu og skoðunarferð um húsið. Í vetur kynnir Harpa - tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skemmtilega og spennandi nýjung sem nefnist "Hughrif Hörpu". "Um er að ræða gjafapakka fyrir tvo sem inniheldur miða í annaðhvort Íslensku óperuna eða á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nótt á Icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á Kolabrautinni í Hörpu, skoðunarferð um húsið og að sjálfsögðu stæði í bílakjallara Hörpu," útskýrir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. Anna bætir við að þau vonist til þess að fólk á höfuðborgarsvæðinu nýti sér þetta frábæra tilboð. "Vestanhafs er mjög vinsælt að pör fari í svokallað "staycation" en það er frí án þess að langt sé farið. Þetta er auðvitað stórskemmtileg gjöf fyrir fólk sem vill rómantíska upplifun og komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum." Einnig býður Harpa upp á hefðbundin gjafakort sem gilda sem inneign á hvaða tónleika sem er í húsinu. Anna segist líka búast við því að fólk utan höfuðborgarinnar nýti sér gjafapakkann til að gefa einstaka upplifun í Hörpu og njóta alls þess sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. "Við höfnina hefur sprottið upp fjöldi skemmtilegra verslana, kaffihúsa og veitingastaða sem er gaman að skoða. Með þessum gjafapakka getur þú komið þér vel fyrir í hjarta miðborgarinnar og nýtt daginn vel í miðbænum á meðan bíllinn getur beðið í hlýjunni í Hörpu. Svo bíður þín dýrindis málsverður á Kolabrautinni á fjórðu hæð Hörpu með útsýni yfir borgina, tónleikar í Eldborg og loks uppábúið rúm á glæsilegu hóteli." Nánari upplýsingar um "Hughrif Hörpu" er að finna á www.harpa.is eða í miðasölu Hörpu 528 5050. Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Í vetur kynnir Harpa - tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skemmtilega og spennandi nýjung sem nefnist "Hughrif Hörpu". "Um er að ræða gjafapakka fyrir tvo sem inniheldur miða í annaðhvort Íslensku óperuna eða á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nótt á Icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á Kolabrautinni í Hörpu, skoðunarferð um húsið og að sjálfsögðu stæði í bílakjallara Hörpu," útskýrir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. Anna bætir við að þau vonist til þess að fólk á höfuðborgarsvæðinu nýti sér þetta frábæra tilboð. "Vestanhafs er mjög vinsælt að pör fari í svokallað "staycation" en það er frí án þess að langt sé farið. Þetta er auðvitað stórskemmtileg gjöf fyrir fólk sem vill rómantíska upplifun og komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum." Einnig býður Harpa upp á hefðbundin gjafakort sem gilda sem inneign á hvaða tónleika sem er í húsinu. Anna segist líka búast við því að fólk utan höfuðborgarinnar nýti sér gjafapakkann til að gefa einstaka upplifun í Hörpu og njóta alls þess sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. "Við höfnina hefur sprottið upp fjöldi skemmtilegra verslana, kaffihúsa og veitingastaða sem er gaman að skoða. Með þessum gjafapakka getur þú komið þér vel fyrir í hjarta miðborgarinnar og nýtt daginn vel í miðbænum á meðan bíllinn getur beðið í hlýjunni í Hörpu. Svo bíður þín dýrindis málsverður á Kolabrautinni á fjórðu hæð Hörpu með útsýni yfir borgina, tónleikar í Eldborg og loks uppábúið rúm á glæsilegu hóteli." Nánari upplýsingar um "Hughrif Hörpu" er að finna á www.harpa.is eða í miðasölu Hörpu 528 5050.
Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira