Mótinu í New York frestað um ár Birgir Þór Harðarson skrifar 24. október 2012 17:30 Það verður víst ekki á næsta ári sem Formúlu-bílar fá að aka um stræti Jesey City. nordicphotos/afp Það verður ekki keppt í New Jersey á næsta ári eins og ráðgert var. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, og Leo Hindery mótshaldari hafa staðfest þetta en undirbúningur vestra er á eftir áætlun. Kappaksturinn mun þó fara fram ári síðar og verður gert ráð fyrir honum á dagatali Formúlu 1-kappakstursins árið 2014. Nú hefur því opnast pláss fyrir annan kappakstur á dagatali næsta árs. Ecclestone segist hins vegar ekki vera viss um að nýtt mót verði látið fylla í skarðið. Það gæti því vel farið svo að aðeins nítján mót verði á dagskránni í stað tuttugu eins og í ár. „Þeir áttuðu sig bara of seint," sagði alráðurinn. Tímabilið á næsta ári hefst því, að öllu óbreyttu í Melbourne í Ástralíu í mars og því lýkur í Brasilíu í lok nóvember. 17. mars - Ástralía 24. mars - Malasía 14. apríl - Kína 21. apríl - Barein 12. maí - Spánn 26. maí - Mónakó 9. júní - Kanada 16. júní - (laus dagsetning) 30. Júní - Bretland 14. júlí - Þýskaland 28. júlí - Ungverjaland 25. ágúst - Belgía 8. september - Ítalía 22. september - Singapúr 6. október - Kórea 13. október - Japan 27. október - Indland 3. nóvember – Abú Dhabi 17. nóvember – Bandaríkin (Austin) 24. nóvember - Brasilía Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það verður ekki keppt í New Jersey á næsta ári eins og ráðgert var. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, og Leo Hindery mótshaldari hafa staðfest þetta en undirbúningur vestra er á eftir áætlun. Kappaksturinn mun þó fara fram ári síðar og verður gert ráð fyrir honum á dagatali Formúlu 1-kappakstursins árið 2014. Nú hefur því opnast pláss fyrir annan kappakstur á dagatali næsta árs. Ecclestone segist hins vegar ekki vera viss um að nýtt mót verði látið fylla í skarðið. Það gæti því vel farið svo að aðeins nítján mót verði á dagskránni í stað tuttugu eins og í ár. „Þeir áttuðu sig bara of seint," sagði alráðurinn. Tímabilið á næsta ári hefst því, að öllu óbreyttu í Melbourne í Ástralíu í mars og því lýkur í Brasilíu í lok nóvember. 17. mars - Ástralía 24. mars - Malasía 14. apríl - Kína 21. apríl - Barein 12. maí - Spánn 26. maí - Mónakó 9. júní - Kanada 16. júní - (laus dagsetning) 30. Júní - Bretland 14. júlí - Þýskaland 28. júlí - Ungverjaland 25. ágúst - Belgía 8. september - Ítalía 22. september - Singapúr 6. október - Kórea 13. október - Japan 27. október - Indland 3. nóvember – Abú Dhabi 17. nóvember – Bandaríkin (Austin) 24. nóvember - Brasilía
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira