Ferrari blæs til sóknar í Indlandi Birgir Þór Harðarson skrifar 24. október 2012 15:01 Vettel er sex stigum á undan Alonso í heimsmeistarakeppninni þegar fjögur mót eru eftir af tímabilinu. nordicphotos/afp Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira